Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Reykjavíkurborg setur á stofn Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Reykjavíkurborg stofnar til Bókmenntaverðlauna í nafni borgarskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1994 og hlaut Helgi Ingólfsson þau fyrir handrit að skáldsögunni Letrað í vindinn.

Fyrst um sinn voru verðlaunin veitt hvort sem er fyrir óbirt handrit að ljóðabók, skáldsögu eða leikriti, en frá 2004 var þeim breytt í ljóðaverðlaun og eru nú veitt árlega fyrir óbirt handrit að ljóðabók. Þriggja manna dómnefnd tilnefnd af borgarráði Reykjavíkur, menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur og Rithöfundasambandi Íslands metur verkin. Verðlaunin eru veitt að hausti.

Sjá heildarlista yfir verðlaunahafa Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar.