Guðbrandsbiblía

Guðbrandsbiblía kemur út. Bókin er kennd við Guðbrand Þorláksson biskup á Hólum sem gaf hana út, en fyrsta prentsmiðja landsins var á Hólum í hans tíð, flutt þangað frá Breiðabólstað þar sem hún var sett á fót. Biblían kom þarna fyrst út í heild í íslenskri þýðingu og er verkið einn mikilvægasti prentgripur íslenskrar bókagerðarsögu. […]

Guðbrandsbiblía kemur út. Bókin er kennd við Guðbrand Þorláksson biskup á Hólum sem gaf hana út, en fyrsta prentsmiðja landsins var á Hólum í hans tíð, flutt þangað frá Breiðabólstað þar sem hún var sett á fót.

Biblían kom þarna fyrst út í heild í íslenskri þýðingu og er verkið einn mikilvægasti prentgripur íslenskrar bókagerðarsögu. Guðbrandsbiblía samanstendur af eldri þýðingum, m.a. þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu, auk nýrra þýðinga, bæði Guðbrands og annarra.

Sjá grein Sigurðar Ægissonar um Guðbrandsbiblíu í Greinasafni Morgunblaðsins.

Einnig er sagt frá því í blaðinu árið 2004 að eintak af fyrstu Guðbrandsbiblíunni áritað af Guðbrandi Þorlákssyni hafi verið selt Íslendingi á uppboði í Kaupmannahöfn sama ár.