Beint í efni

Alþjóðadagur ljóðsins

Í dag, 21. mars, er alþjóðadagur ljóðsins. Af því tilefni birtum við hér ljóðið „Vor í varplandi“, eftir Þóru Jónsdóttur, sem kom út í bókinni Höfðalag að hraðbraut árið 1983. Dagatalið segir okkur nefnilega að vorið sé að nálgast hér á norðurhjara, þó veðurguðirnir séu á annarri skoðun.    

Vor í varplandi

Manstu vor í varplandinu. Græn strá gægðust úr sinu leysingarvatn fyllti lautir. Síðar komu sóleyjar og hrafnaklukkur körfur hvannanna sendu frá sér angan. Víðirinn stóðst vorhretin vatnið gat orðið að spegli. Þetta vor kom æðarkóngurinn í varpið.