Andrými – Samkomustaður orðlistarfólks

Samkomustaður orðlistarfólks

AndrýmiReykjavík Bókmenntaborg UNESCO stendur fyrir samkomum annan miðvikudag í mánuði frá september til maí þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og spjalla um orðlist, bókmenntir og bókmenntalífið í borginni yfir kaffibolla, vínglasi eða öðrum veigum.

Alla jafna verður ekki nein formleg dagskrá á þessum samkomum, heldur eru þær hugsaðar sem vettvangur þar sem bókmenntafólk kemur saman og gefur sér tóm til að ræða málin. Ef um skipulagða dagskrá er að ræða er hún auglýst sérstaklega svo fylgist með viðburðadagatalinu hér á vef Bókmenntaborgarinnar.

Samkomurnar, sem hafa hlotið nafnið Andrými, verða á barnum í Tjarnarbíói og standa yfir frá kl. 20 – 22.

Andrýmið er ætlað öllum þeim sem hafa faglega tengingu við orðlist og bókmenntir, hvort sem það eru rithöfundar, ritlistarnemar eða aðrir skríbentar, útgefendur, bóksalar, viðburðahaldarar, bókasafnafólk, fjölmiðlafólk eða aðrir sem starfa á þessum vettvangi. Tilboð verður á barnum.

Andrýminu var hleypt af stokkunum miðvikudaginn 12. mars.

Andrýmiskvöld 2014:

Miðvikudagur 12. mars
Miðvikudagur 9. apríl
Miðvikudagur 7. maí
Miðvikudagur 10. september
Miðvikudagur 8. október
Miðvikudagur 12. nóvember
Miðvikudagur 10. desember