Bókmenntavefur

Velkomin á nýjan Bókmenntavef!

Bókmenntavefur Borgarbókasafnsins hefur nú sameinast vef Reykjavíkur Bókmenntaborgar undir léninu bokmenntaborgin.is. Hér fyrir neðan má finna höfundagrunn, bókmenntaumfjallanir og upplýsingar um bókmenntaverðlaun sem áður voru á gamla Bókmenntavefnum, bokmenntir.is, en sú slóð vísar nú hingað.

Markmið þessara breytinga er að samnýta þá vinnu sem var áður unnin á tveimur aðskildum en þó náskyldum vefjum. Borgarbókasafnið hefur verið og er ennþá einn helsti samstarfsaðili Reykjavíkur Bókmenntaborgar og þessi nýi, sameinaði vefur er liður í því samstarfi.

Umsjónarmenn Bókmenntavefsins munu eftir sem áður viðhalda og auka við efni vefsins í samvinnu við Reykjavík Bókmenntaborg.