Beint í efni

Aldrei aftur

Aldrei aftur
Höfundur
Þórey Friðbjörnsdóttir
Útgefandi
Klettaútgáfan
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Barnabækur

Úr Aldrei aftur:

“Amma, hvar eru svörtu gallabuxurnar? Ég er búinn að leita um allt hús!” Rám rödd Jóa, sem sannanlega hafði dýpkað til muna síðan í fyrra, glumdi framan úr þvottahúsinu.
Gamla konan lagði frá sér uppþvottaburstann og gekk fram í gættina. “Hvaða buxur, Jóhann minn? Það er nú ekki eins og þú eigir einu gallabuxurnar í þessu húsi, vinur. Ætli þær skipti ekki tugum allt í allt.”
“Þessar svörtu, amma. Með rifunum á hnjánum.” Það gætti hálfgerðrar örvæntingar í rödd Jóa.
“Já, þær!” Amma Sigga ljómaði skyndilega í framan, ánægð með að geta orðið drengnum að liði. “Þær eru inni hjá saumavélinni. Ég bætti þær fyrir þig, gæskur.”
“Ha?” Jói fölnaði undir rauðu, þykku hárinu og starði stórum, vantrúuðum augum á gömlu konuna. “Þú ert að grínast.”
“Onei,” sagði amma Sigga. “Ætli það nú. Vertu ekki svona gáttaður, vinurinn. Hélstu að þú yrðir að fara í þeim rifnum í kvöld? Þá þekkirðu ekki hana ömmu þína rétt, Jóhann minn. Það verður nú ekkert af því að ég láti barnabörnin mín ganga rifin, eins og hverja aðra umrenninga ... onei.”
“Amma – þær eiga að vera svona. Ég reif þær sjálfur ... ég ...” Jói þagnaði, þegar amma hans fékk honum gallabuxurnar. Bæði hnén voru svo stagbætt að þau bunguðu út á skálmunum. Fínu, svörtu gallabuxurnar! Og hann sem átti að spila í kvöld.
Það lá við að Jóa félli allur ketill í eld, þó hann væri alls ekki svartsýnn að eðlisfari. En skólaballið átti að byrja klukkan átta og hann þurfti að vera kominn upp í skóla löngu áður, til að ljúka við að stilla upp hljóðfærunum og tengja tækin. Jói spilaði á trommur í fyrstu og sennilega síðustu hljómsveit í sögu skólans. Þetta var mögnuð þungarokksveit, sem var þó fær um að spila hvaðeina sem menn óskuðu eftir á skólaböllum.

(s. 30-31)

Fleira eftir sama höfund

Ógnir fortíðar

Lesa meira

Kona án fortíðar

Lesa meira

Spegilsónata

Lesa meira

Stelpur í stuði

Lesa meira

Stjörnuhrap

Lesa meira

Vér unglingar

Lesa meira

Leiksoppur örlaganna

Lesa meira

Ísbarnið

Lesa meira

Stelpur í stressi

Lesa meira