Beint í efni

Orðræða um skuggann

Orðræða um skuggann
Höfundur
Jóhann Hjálmarsson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Af bókarkápu:

Orðræða um skuggann er sjötta þýðingasafn Jóhanns Hjálmarssonar og er vissulega bók sem lyftir lesendum á flug, bæði í tíma og rúmi. Elstu ljóðaþýðingarnar eru allt að hálfrar aldar gamlar en margar eru þó gerðar á seinni árum. Og jarðvist höfunda nær allt aftur til níundu aldar þótt flestir séu fæddir á síðustu öld. Ferðast er heimshorna á milli, allt frá Argentínu til Írak og frá Samalandi til Kína, og staldrað við hjá ýmsum eftirminnilegum perlum skáldskapargyðjunnar.

Úr bókinni:

Takmarkanir

Það er lína hjá Verlaine sem ég kem aldrei til með að muna,
það er gata í nágrenninu sem er forboðin skrefum mínum,
það er spegill sem hefur litið mig í síðasta sinn,
það eru dyr sem hafa lokast að baki mér allt til enda veraldar.
Í bókasafninu mínu (ég virði það fyrir mér)
eru bækur sem ég mun aldrei opna á ný.
Í sumar verð ég fimmtugur:
Dauðinn vinnur sleitulaust á mér.

(eftir Jorge Luis Borges, s. 11)



 

Fleira eftir sama höfund

Songs of Spring : Quaderno di traduzioni

Lesa meira

Allt sem var gleymt er munað á ný

Lesa meira

Hugsjór

Lesa meira

Of the Same Mind

Lesa meira

Dagbók borgaralegs skálds

Lesa meira

Fljúgandi næturlest : ljóð og myndir

Lesa meira

Frá Umsvölum

Lesa meira

Íslenzk nútímaljóðlist

Lesa meira

Íz sovremennoj íslandskoj poezii

Lesa meira