Jump to content
íslenska

Ballið á Bessastöðum (The Ball at Bessastaðir)

Ballið á Bessastöðum (The Ball at Bessastaðir)
Author
Gerður Kristný
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2007
Category
Children‘s books

Gefin út í kilju 2008.

Úr Ballinu á Bessastöðum

Skyndilega sér forsetinn glitta í eitthvað gult handan við vegginn í næsta garði. Varla getur verið að þar sé líka fjársjóður? Hann stingur höfðinu út um gluggann til að sjá betur og kemur þá auga á nokkuð sem fær hjarta hans til að slá hraðar. Í garðinum standa þrjár heiðgular gröfur eins og naut á beit. Gröfustjórarnir virðast hafa skotist í hádegismat. Þegar forsetinn var lítill langaði hann mest til að vinna á gröfu þegar hann yrði stór. Þetta verður hann að skoða betur.

“Hvert ert þú að fara?” spyr Elín þegar forsetinn ætlar að skunda framhjá henni. Hún situr enn yfir krossgátunni og vantar sjö stafa orð yfir “læðast”.

“Ég þarf bara aaaðeins að skreppa,” svarar forsetinn og reynir að taka stór skref eins og fólk gerir þegar það er á leiðinni á mikilvægan fund.

Elín lætur samt ekki blekkjast. “Áttu ekki eftir að svara svo sem eins og áttatíu og fjórum bréfum og þá er ég bara að tala um bréfin í gulu umslögunum?”

“Jú, en ég kem strax aftur,” lofar forsetinn og drífur sig út. Elín snýr sér aftur að krossgátunni. “Laumast”! Þarna kom það!

Úti á gangstétt lítur forsetinn eitt andartak við til að ganga úr skugga um að Elín sé ekki að fylgjast með honum. Hún sést hvergi svo hann skýst aftur inn í garðinn og klöngrast yfir vegginn. Hann lendir í mjúku blómabeði þar sem vorlaukarnir eru rétt að byrja að stinga upp kollinum. Ekki er nokkur sála í nágrannahúsinu svo forsetinn fikrar sig óhræddur að gulum gröfunum sem bíða þess óþreyjufullar að fá að rífa í sig möl og sand.

s. 29-31.

More from this author

Kirkegården

Read more

Strandir (Shores)

Read more

Poems in Moord liederen

Read more

Forsetinn, prinsessa og höllin sem svaf (The president, a prinsess and the palace that slept)

Read more

Die letzte Nacht des Jahres

Read more

Prinsessan á Bessastöðum (The Princess at Bessastaðir)

Read more

Ballið á Bessastöðum (The Ball at Bessastaðir)

Read more

Ljóð (Poems)

Read more

Friends of Africa

Read more