Friday, 17. February 2017

Íslensku þýðingaverðlaunin

hallgrimur-helgason

Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á leikritinu Óþelló eftir William Shakespeare. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin í Hannesarholti miðvikudaginn 15. febrúar 2017.

Wednesday, 15. February 2017

Gestadvöl í Bókmenntaborginni Kraká

logo_Krakow

Kraká í Póllandi er Bókmenntaborg UNESCO líkt og Reykjavík. Nú býður Bókmenntaborgin þar í fyrsta sinn upp á gestadvöl fyrir unga og/eða upprennandi rithöfunda frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO.

Friday, 3. February 2017

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis

Regnbogabækur

Tilkynnt var hvaða tíu fræðirit eru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis við athöfn á Borgarbókasafninu í Grófarhúsi fimmtudaginn 2. febrúar 2017.

Thursday, 19. January 2017

Fjöruverðlaunin 2017

fjöruverðlaun

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða 19. janúar 2017.

Wednesday, 18. January 2017

Siljan – Myndbandasamkeppni

Siljan

Barnabókasetur stendur fyrir árlegri myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk grunnskóla. Nemendur geta keppt hvort sem er einir eða í hópi og geta krakkar hvar sem er á landinu tekið þátt. Skilafrestur er 10. mars næstkomandi.

Wednesday, 11. January 2017

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2017

Merki Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar 2017

Reykjavíkurborg auglýsir eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2017.

Tuesday, 10. January 2017

Styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar 2017

Merki Reykjavíkurborgar

Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur fór fram í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi mánudaginn. 9. janúar. Þórgnýr Thoroddsen varaformaður ráðsins gerði grein fyrir úthlutuninni og öðru framlagi til menningarmála og borgarstjórinn í Reykjavík Dagur B. Eggertsson undirritaði samninga við fjórar lykilhátíðir sem fá viðurkenninguna Borgarhátíð Reykjavíkur 2017 – 2019.

Friday, 6. January 2017

Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins

default-image-1200x750

Sölvi Björn Sigurðsson hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf en tilkynnt var um menningarviðurkenningar RÚV við hátíðlega afthöfn í Efstaleitinu í dag, föstudaginn 6. janúar 2017. Þá var „hrútskýring“ valið orð ársins 2016.

Thursday, 15. December 2016

Bókmenntaverðlaun bóksala

Bækur til sýnis

Bóksalar verðlauna bækur ár hvert sem starfsfólk bókaverslana á Íslandi velur sem bestu bækur ársins. Tilkynnt var um úrslitin 2016 í sjónvarpsþættinum Kiljunni á RÚV miðvikudaginn 14. desember. Tilnefnt er í níu flokkum.

Thursday, 8. December 2016

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2017 kynntar

fjöruverðlaun

Gleðin var við völd á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna 6. desember 2016.

Thursday, 1. December 2016

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar í dag 1. desember við hátíðlega athöfn á Kjarvalstöðum. Tilnefnt er í þremur flokkum, fræðibækur og bækur almenns eðlis, barnabækur og loks fagurbókmenntir. Íslensku bókmenntaverðlaunin eru afhent á Bessastöðum í lok janúar.

Thursday, 17. November 2016

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

jonasarverdlaun

Skáldið Sigurður Pálsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Þá hlaut Ævar Þór Benediktsson sérstaka viðurkenningu fyrir lestrarátak Ævars vísindamann. Í rökstuðningi ráðgjafanefndar um Sigurð segir meðal annars: „Á löngum ferli hefur Sigurður fengist við tungumálið úr öllum áttum, af dirfsku og frumleika.”

Tuesday, 8. November 2016

Bókamessa í Bókmenntaborg

harpa

Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa fyrir Bókamessu í Bókmenntaborg í sjötta sinn helgina 19. og 20. nóvember. Messan hefur nú fært sig um set og verður haldin í Hörpu í fyrsta sinn. Sýningarsvæðið verður í Flóa á fyrstu hæð hússins.

Friday, 28. October 2016

IceCon

islandskort_furður

Furðusagnahátíðin IceCon er haldin í fyrsta sinn í Iðnó helgina 28. – 30. október 2016. Heiðursgestir eru bandaríski rithöfundurinn Elizabeth Bear og sænski höfundurinn Karin Tidbeck og margir aðrir höfundar, innlendir sem erlendir, taka þátt.

Wednesday, 12. October 2016

Já er það ekki!

Bókmenntaborgin

Reykjavík fagnar fimm ára afmæli sem Bókmenntaborg UNESCO nú í haust. Af því tilefni efnir Bókmenntaborgin til málþings um gildi orðlistar í samfélaginu í samvinnu við Rithöfundasamband Íslands. Þingið er haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur miðvikudaginn 19. október frá kl. 13 – 16 og er það öllum opið.

Thursday, 6. October 2016

Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Merki Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar

Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts.

Monday, 3. October 2016

Lestrarhátíð í Bókmenntaborg var sett 1. október

Lestrarhátíð í Bókmenntaborg var sett við hátíðlega athöfn laugardaginn 1. október. Hátíðin í ár nefnist Meira en 1000 orð og er sjónum beint að samspili orða og mynda.
Lífleg dagskrá er allan mánuðinn og er hægt að skoða dagskránna hér á vefnum. Í ár er Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fimm ára og verður því einnig fagnað í október.

Monday, 29. August 2016

Undirskriftasöfnun vegna fangelsunar Asli Erdogan

Asli Erdogan

Systurborg Reykjavíkur í samstarfsneti Skapandi borga UNESCO, Bókmenntaborgin Kraká í Póllandi, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna fangelsunar tyrkneska rithöfundarins og baráttukonunnar Asli Erdogan.

Wednesday, 17. August 2016

Kall eftir málstofum fyrir NonfictioNow 2017

NonFictionNOW 2017

Kallað er eftir málstofum af ýmsu tagi, jafnt fræðilegum sem listrænum, fyrir alþjóðlegu ráðstefnuna NonfictioNow sem haldin verður í Reykjavík 2.-4. júní 2017

Monday, 25. July 2016

Sumarlestur Bókmenntaborga UNESCO

Sumarlestur

Átján af tuttugu Bókmenntaborgum UNESCO hafa tekið saman lista yfir bækur sem starfsmenn þeirra mæla með. Þarna eru skáldsögur, smásagnasöfn, ævisögur, ljóð og ein unglingabók og ættu því allir að geta fundið eitthvað áhugarvert á sinn sumarlista.

Thursday, 21. July 2016

NonfictioNOW í Reykjavík

Harpa

Alþjóðlega ráðstefnan NonfictioNOW verður haldin í Reykjavík dagana 2.–4. júní 2017 og verður þar fjallað um óskálduð skrif af ýmsu tagi. Búist er við 400–500 gestum víða að úr heiminum og að málstofur verði ekki færri en 60. Aðalfyrirlesarar koma úr ýmsum áttum og eiga það sameiginlegt að hafa verið mikið í umræðunni undanfarið.

Wednesday, 22. June 2016

Ragnar Kjartansson borgarlistamaður Reykjavíkur 2016

Á þjóðhátíðardeginum útnefndi Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar Ragnar Kjartansson myndlistarmann Borgarlistamann Reykjavíkur 2016 í Höfða. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Friday, 3. June 2016

Þrír höfundar hljóta Nýræktarstyrk í ár

Miðstöð íslenskra bókmennta

Þrír höfundar hljóta Nýræktarstyrkina Miðstöðvar íslenskra bókmennta í ár fyrir verk sín: Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur, Smáglæpir eftir Björn Halldórssonog Afhending eftir Vilhjálm Bergmann Bragason.

Thursday, 2. June 2016

Furðusagnahátíðin Icecon – skráning hafin

islandskort_furður

Í fyrsta sinn í Reykjavík verður haldin furðusagnahátíð daganna 28. – 30 október, Furðusagnahátíðin IceCon í Iðnó. Skráning og frekari upplýsingar á vef hátíðarinnar https://icecon2016.wordpress.com/.