Monday, 25. July 2016

Sumarlestur Bókmenntaborga UNESCO

Sumarlestur

Átján af tuttugu Bókmenntaborgum UNESCO hafa tekið saman lista yfir bækur sem starfsmenn þeirra mæla með. Þarna eru skáldsögur, smásagnasöfn, ævisögur, ljóð og ein unglingabók og ættu því allir að geta fundið eitthvað áhugarvert á sinn sumarlista.

Thursday, 21. July 2016

NonfictioNOW í Reykjavík

Harpa

Alþjóðlega ráðstefnan NonfictioNOW verður haldin í Reykjavík dagana 2.–4. júní 2017 og verður þar fjallað um óskálduð skrif af ýmsu tagi. Búist er við 400–500 gestum víða að úr heiminum og að málstofur verði ekki færri en 60. Aðalfyrirlesarar koma úr ýmsum áttum og eiga það sameiginlegt að hafa verið mikið í umræðunni undanfarið.

Wednesday, 22. June 2016

Ragnar Kjartansson borgarlistamaður Reykjavíkur 2016

Á þjóðhátíðardeginum útnefndi Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar Ragnar Kjartansson myndlistarmann Borgarlistamann Reykjavíkur 2016 í Höfða. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Friday, 3. June 2016

Þrír höfundar hljóta Nýræktarstyrk í ár

Miðstöð íslenskra bókmennta

Þrír höfundar hljóta Nýræktarstyrkina Miðstöðvar íslenskra bókmennta í ár fyrir verk sín: Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur, Smáglæpir eftir Björn Halldórssonog Afhending eftir Vilhjálm Bergmann Bragason.

Thursday, 2. June 2016

Furðusagnahátíðin Icecon – skráning hafin

islandskort_furður

Í fyrsta sinn í Reykjavík verður haldin furðusagnahátíð daganna 28. – 30 október, Furðusagnahátíðin IceCon í Iðnó. Skráning og frekari upplýsingar á vef hátíðarinnar https://icecon2016.wordpress.com/.

Tuesday, 24. May 2016

Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi

Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi voru veittar í þrítugasta sinn 22. maí. Fjórar viðurkenningar voru veittar að þessu sinni fyrir störf að barnamenningu, en þær eiga að vekja athygli á þeim fersku vindum sem blása á sviðinu og vera viðtakendum hvatning til að halda áfram á sömu braut. 

Friday, 20. May 2016

Lena Gorelik gestahöfundur í Reykjavík

Lena Gorelik

Málefni flóttamanna á Íslandi með augum rússnesk-þýsks höfundar Lena Gorelik er þýskur rithöfundur sem dvelur í Reykjavík um sex vikna skeið í apríl og maí 2016. Hingað kemur hún á vegum Goethe stofnunar í Kaupmannahöfn sem býður árlega þýskum höfundi að dvelja á Íslandi í samstarfi við Bókmenntaborgina Reykjavík. Lena er sjöundi höfundurinn sem kemur […]

Saturday, 14. May 2016

Úthlutun útgáfustyrkja 2016

Miðstöð íslenskra bókmennta

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði í vikunni útgáfustyrkjum til 55 nýrra verka, úthlutað var 23,3 milljónum. Meðal þeirra verka sem hljóta útgáfustyrki í ár eru Verslunarsaga Íslands, Íslandsbók barnanna, Ljóðasafn Jóns úr Vör, Konur breyttu búháttum, Saga Alþýðuflokksins, Svart og hvítt – Jón Kaldal og Hinsegin saga.

Thursday, 12. May 2016

Gröndalshús – menningarperla í Grjótaþorpi

Grondalshus_teikning

Þann 12. maí 2016 undirrituðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, fyrir hönd Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO, og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group samstarfssamning til þriggja ára um stuðning við endurgerð og starfsemi Gröndalshúss – menningarsögulegrar perlu í Grjótaþorpi. Icelandair Group leggur verkefninu til 10 milljónir króna á ári, eða alls 30 milljónir.

Wednesday, 11. May 2016

Andri Snær Magnason verðlaunaður

GrandPrixImaginaire

Skáldsagan LoveStar eftir Andra Snæ Magnason hlýtur frönsku fantasíuverðlaunin Grand Prix de l’Imaginaire í ár. Éric Boury þýddi söguna á frönsku. Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum og hlýtur LoveStar þau í flokki þýddra skáldsagna.

Wednesday, 20. April 2016

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Merki verðalaunanna

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við hátíðlega athöfn í dag, miðvikudaginn 20. apríl, sem jafnframt er síðasti vetrardagur og upphafsdagur viku bókarinnar í ár. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, fyrir bók frumsamda á íslensku, fyrir þýðingu og loks myndskreytingu. Verðlaunin hlutu þær Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Salka Guðmundsdóttir og Linda Ólafsdóttir.

Sunday, 17. April 2016

Vika bókarinnar

Vika bókarinnar

Vika bókarinnar er haldin hátíðleg frá miðvikudeginum 20. apríl. Hápunktur vikunnar er alþjóðlegur dagur bókarinnar þann 23. apríl, sem einnig er afmælisdagur Halldórs Laxness. Vorbókatíðindi Félags íslenskra bókaútgefenda verða borin í hús um allt land í upphafi vikunnar og fjölmargir viðburðir eru haldnir á bókasöfnum, kaffihúsum, skólum og víðar. Kynnið ykkur dagskrána hér á vefnum.

Friday, 8. April 2016

Alþjóðleg bókmenntavika í Reykjavík

Iceland Writers Retreat

Rithöfundabúðirnar Iceland Writers Retreat fara fram í Reykjavík í þriðja sinn í apríl 2016. Þrír viðburðir sem opnir eru almenningi verða haldnir í tengslum við búðirnar. Þriðjudaginn 12. apríl verður upplestrardagskrá með höfundunum tíu sem leiða smiðjurnar, en þeir koma frá sex löndum. Fimmtudaginn 14. apríl verða svo tveir viðburðir, annars vegar hádegiserindi um mismunandi leiðir að útgáfu, og hins vegar kanadískt bókmenntakvöld sem skipulagt er af International Festival of Authors í Toronto.

Wednesday, 6. April 2016

Styrkir vegna myndríkra bóka

Ljosmyndasafn

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna útgáfu myndríkra bóka. Þeir eru ætlaðir til niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á ljósmyndum frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Umsóknir berist í síðasta lagi mánudaginn 2. maí.

Monday, 14. March 2016

Lestrarátak Ævars vísindamanns

aevar1

Lestrarátak Ævars vísindamanns stóð frá 1. janúar – 1. mars 2016. Í morgun, mánudaginn 14. mars, var dregið úr innsendum lestrarmiðum og þá kom í ljós hvaða lestrarhestar verða persónur í næstu bók Ævars. Þátttakendur lásu alls 54.000 bækur í átakinu í ár.

Saturday, 12. March 2016

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Barnabókaverðlaun Rvk

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Gerðubergi í dag. Verðlaunin eru veitt í fyrsta sinn í ár en þau taka við af Barnabókaverðlaunum skóla- og frístundaráðs og myndskreytiverðlaunum Dimmalimm, sem hafa nú verið sameinuð. Tinefnt er í þremur flokkum, fimm bækur í hverjum.

Thursday, 10. March 2016

Menningarverðlaun DV

menningarverðlaun-dv-logo

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2015 voru afhent í Iðnó miðvikudaginn 9. mars síðastliðinn. Tvö skáld og einn fræðihöfundur voru verðlaunuð að þessu sinni, þau Linda Vilhjálmsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Þórunn Sigurðardóttir. Þá hlaut Þorleifur Örn Arnarson verðlaun fyrir leikstjórn Njálu.

Wednesday, 9. March 2016

Southbank Centre kallar eftir hugmyndum

view_of_southbank_centre_credit_belinda_lawley

Árið 2017 verður sérstök áhersla lögð á norræna menningu í Southbank Centre í London í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina. Miðstöðin kallar nú eftir hugmyndum frá öllum Norðurlöndunum frá listamönnum og öðrum sem hug hafa á að taka þátt í þessu norræna menningarári. Unnið verður með þrjú meginþemu: börn og ungt fólk, jafnrétti kynjanna og sjálfbærni. Skilafrestur er 14. mars.

Tuesday, 8. March 2016

Ljóðasýning í Edinborg

Reykjavik (1)

Þann 3. mars síðastliðinn hófst ljóðasýning sem Bókmenntaborgin Edinborg stendur fyrir í hverfinu Leith í útjaðri borgarinnar. Ljóðin eru sýnd á byggingu Royal Bank of Scotland á Constitution Street. Frá Reykjavík varð ljóðið Nótt eftir Gerði Kristnýju fyrir valinu og er línum úr því varpað upp í þýðingu Victoriu Cribb á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Wednesday, 2. March 2016

Páll Baldvin Baldvinsson hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2015

Páll Baldvin Baldvinsson

Í dag, 2. mars 2016, var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni að Viðurkenningu Hagþenkis 2015 hlyti Páll Baldvin Baldvinsson fyrir ritið, Stríðsárin 1938–1945 sem útgefin eru af JPV forlagi.
Þetta er í 29. sinn sem Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitir viðurkenningu fyrir „fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings“.

Thursday, 11. February 2016

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015

Isl_bokmenntaverðlaunin

Forseti Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum þann 10. febrúar. Þau hlutu Gunnar Helgason fyrir barnabókina Mömmu klikk, Gunnar Þór Birgisson fyrir sagnfræðiritið Þegar siðmenningin fór fjandans til og Einar Már Guðmundsson fyrir skáldsöguna Hundadaga.

Friday, 5. February 2016

Poetick – Ljóðstöðumælir

Poetick

Ljóðskáldum frá Reykjavík býðst að taka þátt í nýstárlegu verkefni í Dunedin á Nýja Sjálandi. Það felst í því að birta stutt ljóð á greiðslumiðum úr stöðumælum.

Wednesday, 3. February 2016

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis

Auðkenni Hagþenkis

Tilkynnt hefur verið hvaða tíu bækur eru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2015. Viðurkenningin verður svo veitt í byrjun mars. Þarna má sjá bækur um bókmenntir, sagnfræði, samfélagsmál, heilsu og fleira.