Reykjavíkurljóð

Reykjavíkurljóð

Októbermánuður 2013 var helgaður Reykjavíkur- og borgarljóðum á Lestrarhátíð í Bókmenntaborginni Reykjavík.

Af því tilefni var safnað saman ljóðum sem á einn eða annan hátt fjalla um lífið í borginni. Ljóðin ferðuðust víða og birtust á óvæntum stöðum á meðan hátíðinni stóð. Ljóðum skreyttir strætisvagnar óku milli hverfa allan mánuðinn og sömuleiðis voru veggir, gangstéttar og strætóskýli prýdd kvæðum og söngtextum. Hér á vef Bókmenntaborgar má lesa öll þau ljóð, í heild sinni, sem ferðuðust um borgina á meðan Lestrarhátíð stóð. Þau er einnig að finna á farsímavef Bókmenntaborgarinnar – m.bokmenntaborgin.is – svo handhægt er að grípa í kvæði eftir hentisemi á ferðinni.

Ljóðunum er raðað í stafrófsröð eftir fyrsta nafni höfunda. Smelltu á viðkomandi reit til að stökkva fram og aftur í stafrófsröðinni:

ABD | EFG | HIJ | KLM | NOP | RST | UVY | ÞÆÖ

Skáldin eru eftirfarandi:

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Andri Snær Magnason, Anton Helgi Jónsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Bergsveinn Birgisson, Bergþóra Einarsdóttir, Bragi Ólafsson, Dagur Sigurðarson, Einar Bragi, Einar Már Guðmundsson, Einar Ólafsson, Gerður Kristný, Gyrðir Elíasson, Hallgrímur Helgason, Heiða Eiríksdóttir, Hermann Stefánsson, Huldar Breiðfjörð, Hörður Torfason, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kári TuliniusKristín Ómarsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Kristján Karlsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Matthías Johannessen, Mazen Maarouf, Megas, Moses Hightower, Ólafur Haukur Símonarson, Óskar Árni Óskarsson, Pétur Gunnarsson, Sigfús Daðason, Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Sindri Freysson, Sjón, Stefán Hörður Grímsson, Steinn Steinarr, Steinunn Sigurðardóttir, Tómas Guðmundsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þóra Jónsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Þórdís Gísladóttir.