Beint í efni

Hjörleifur hlaut viðurkenningu Hagþenkis

Hjörleifur Stefánsson hlaut viðurkenningu Hagþenkis 2013 fyir ritið Af jörðu - Íslensk torfhús, útgefandi er Crymogea. Í greinargerð viðurkenningarráðs Hagþenkis 2013 segir um bókina: Efnismikið og heilsteypt ritverk sem opnar augu lesandans fyrir þætti íslensku torfbæjanna í íslenskum menningararfi. Hjörleifur er fæddur árið 1947 og stúdent frá MR 1967 og lauk lokapróf í byggingarlist frá Universitetet i Trondheim, Norges Tekniske Högskole 1972. Hann hefur skrifað mörg rit um byggingarsögu og byggingalist. Árið 2008 var hann tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis fyrir ritið, Andi Reykjavíkur. Í þakkarávarpi sínu sagði Hjörleifur meðal annars: „Viðurkennig Hagþenkis verður mér nú hvatning til þess að halda áfram. Mig langar til þess að rétta hluta þeirra sem minni efnin höfðu og búa til bók sem ekki skal verða síðri og á að fjalla um torfhúsaborgina Reykjavík á 19. öld, híbýli leiguliða og tómthúsmanna.“ Hér má sjá þakkarávarp Hjörleifs í heild.