Beint í efni

Höfði - Einar Benediktsson

Hér við Höfða má hlusta á upplestur Hjalta Rögnvaldssonar leikara á ljóðum eftir Einar Benediktsson. Skáldið Einar Benediktsson (1864 – 1940) var lögfræðingur að mennt og mikill athafnamaður. Skáldskapur hans birtist í fimm bókum: Sögur og kvæði (1897), Hafblik (1906), Hrannir (1913), Vogar (1921) og Hvammar (1930). Hér eru ljóðin „Brim“, úr Hafbliki, og „Norðurljós“ úr Sögum og kvæðum lesin upp.

Einar bjó með fjölskyldu sinni í Höfða frá 1914 - 1917 en flutti þá til London. Þótt dvölin hafi ekki verið lengri eru sögur af veru hans í húsinu samofnar sögu þess og ímynd, sérstaklega sögur tengdar meintum reimleika. Þá vilja margir tengja við Einar og atburði úr fortíð hans, en haft var fyrir satt að honum fylgdi vera sem væri hulin sjónum annarra. Þessi reimleikasaga tengist sakamáli sem Einar réttaði í sem ungur lögfræðingur, en þar er fyrirmynd málsins sem skáldsaga Thors Vilhjálmssonar, Grámosinn glóir, hverfist um.

Þann 31. október árið 1964 var reist og vígð stytta Einars Benediktssonar á Klambratúni. Höfundur styttunnar er Ásmundur Sveinsson. Árið 2015 var höggmyndin flutt að Höfða.

Lestur: Hjalti Rögnvaldsson
Umsjón með upptökum hafði Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins