Beint í efni

Leitin að Ingunni hinni lærðu

Á Barnamenningarhátíð munu börn úr 6. og 7. bekk Ingunnarskóla halda sýningu í anddyri Þjóðminjasafns dagana 23. – 27. apríl. Sýningin ber heitið Leitin að Ingunni hinni lærðu og fjallar um Ingunni Arnórsdóttur (1100-), sem skólinn er kenndur við, klausturstörf og menningu. Ingunn var nunna og fyrsta lærða konan á Íslandi. Ásamt því að kenna prestsefnum latínu, stundaði Ingunn útsaum og er talið að hún hafi meðal annars saumað altarisklæði um heilaga Maríu og ævi St. Marteins. Bæði þessi klæði eru nú á erlendum söfnum. Ingunn Arnórsdóttir hefur einnig verið nefnd meðal heimildarmanna Odds Snorrasonar munks á Þingeyrum að Ólafs sögu Tryggvasonar Noregkonungs. Börnin vinna nú að listaverki í anda verka Ingunnar með „Mixed Media“ aðferð eða blandaðri miðlun. Grunnurinn eru hringir og form, þar sem fyrstu átta hringirnir spanna tímabilið frá 1100 og þar til klaustur fara að leggjast af upp úr 1520. Síðustu fjórir hringirnir fjalla um Ingunnarskóla, sögu hans og nemendur. Í verkinu styðjast nemendur m.a. við námsefnið Sögueyjan 870-1520, sem varpar ljósi á íslenskt samfélag frá landnámi til loka miðalda.

[gallery link="file" order="DESC" orderby="title"]