Lestrahátíð 2015 – Dagskrá

Sögur handa öllum

Sögur handa öllum - Svava Jakobsdóttir Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2015 er helguð röddum kvenna. Kastljósinu verður beint að rithöfundinum Svövu Jakobsdóttur, sem hefði orðið 85 ára þann 4. október, og röddum kvenna í bókmenntum.

Hátíðin heitir Sögur handa öllum eftir smásagnasafni Svövu sem ber sama nafn.  Þar er safnað saman í eina bók þremur sagnasöfnum hennar: Veizlu undir grjótvegg, Gefið hvort öðru… og Undir eldfjalli.  Forlagið gefur safnið út í kilju í ritröðinni Íslensk klassík.

Hér á eftir fer dagskrá hátíðarinnar sem ætluð er almenningi. Fleiri dagskrárliðir eiga eftir að bætast við. Að auki tekur fjöldi skóla í Reykjavík þátt í hátíðinni með ýmsum hætti.

Við vekjum athygli á því að allir þeir sem standa fyrir viðburðum eða verkefnum sem tengjast orðlist og röddum kvenna í október, sem ættu heima í dagskrá hátíðinnar, geta haft samband við verkefnastjóra Bókmenntaborginnar: bokmenntaborgin@reykjavik.is.

Sjá nánar um Svövu Jakobsdóttur

 

Dagskrá:

 
Opnun Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg

Fimmtudagur 1. október kl. 16 – Kringlan, blómatorg á 1. hæð

Lestrarhátíð opnar í Kringlunni annað árið í röð. Ávörp, upplestur og tónlist. Útgáfu bókarinnar
Sögur handa öllum verður fagnað við þetta tækifæri. Sjá nánar á viðburðadagatali Bókmenntaborgarinnar.

Bókin í rafheimum

Föstudagur 2. október kl. 13-17 – Þjóðminjasafnið

Bókin í rafheimum
Staða rafbókarinnar er mörgum umhugsunarefni á stafrænum tímum. Þann 2. október koma saman helstu hagaðilar bókarinnar og þinga um stöðu hennar í netheimum. Fulltrúar frá Rithöfundasambandinu, Hagþenki, útgefendum, fulltrúar bókasafna og lesenda flytja ávörp. Í lokin verða opnar umræður. Sjá nánari dagskrá á viðburðadagatali Bókmenntaborgarinnar.

Allir eru velkomnir.

Stelpur filma – Stuttmyndasýning

Laugardagur 3. október kl. 13 – Norræna húsið

Stelpur filma
Í september fór fram í Norræna húsinu námskeiðið Stelpur filma, sem var samstarfsverkefni MIXTÚRU (margmiðlunarvers Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar) og RIFF. Þar komu saman 66 stelpur úr 11 grunnskólum Reykjavíkurborgar til að læra að búa til kvikmynd. Á námskeiðinu bjó hver skóli til sína eigin 5 mínútna löngu mynd, allt frá handritaskrifum til fullunninnar myndar.

Nú gefst almenningi tækifæri til að sjá myndirnar á tveimur sýningum á vegum RIFF, þann 3. og 4. október.

Sýningartími er um 30 mínútur.

Aðgangur er ókeypis.

We are Ós/ Þetta er us – Sýningaropnun og upplestur

Laugardagur 3. október kl. 15 – Borgarbókasafnið, Grófinni

Ós pressan - Reykjavik writing circle

„We are Ós/ Þetta er us“ er fyrsta sýning Ós pressunnar. Ós er nýlega stofnað samfélag rithöfunda á Íslandi með ólíkan bakgrunn hvað varðar tungumál, uppruna og reynslu. Á sýningunni, sem verður á 1. hæð safnsins, verða textar sem birta nýjar raddir í íslenskum bókmenntum og ná yfir fjölbreytt svið. Sýningin stendur til 15. október. Nánar.

Stelpur filma – Stuttmyndasýning

Sunnudagur 4. október kl. 13 – Norræna húsið

Stelpur filma

Í september fór fram í Norræna húsinu námskeiðið Stelpur filma, sem var samstarfsverkefni MIXTÚRU (margmiðlunarvers Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar) og RIFF. Þar komu saman 66 stelpur úr 11 grunnskólum Reykjavíkurborgar til að læra að búa til kvikmynd. Á námskeiðinu bjó hver skóli til sína eigin 5 mínútna löngu mynd, allt frá handritaskrifum til fullunninnar myndar.

Nú gefst almenningi tækifæri til að sjá myndirnar á tveimur sýningum á vegum RIFF, þann 3. og 4. október.

Sýningartími er um 30 mínútur.

Aðgangur er ókeypis.

Söguhringur kvenna, Í fótspor minninganna

Sunnudagur 4. október kl. 13.30 – 16.30 – Borgarbókasafn, Grófinni

Söguhringur kvenna
Smiðja þar sem persónulegar sögur, minningar og upplifun eru tengdar saman í skólistaverki sem hópurinn skapar í sameiningu undir leiðsögn Bryndísar G. Björgvinsdóttur textílkennara. Smiðjan er haldin í tengslum við sýninguna Slippers go to Iceland. Allar konur eru velkomnar. Skráning: gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is.

Prósa flæði

Sunnudagur 4. október kl. 14-17

PrinciplePhoto_Writing Workshop copyright Angela Rawlings

Ós Pressan stendur fyrir eins dags ritsmiðju með rithöfundinum Angelu Rawlings í tilefni Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg. Í smiðjunni munu þátttakendur fást við að skrifa stutta prósatexta, svo sem örsögur, prósaljóð og smámyndir eða vinjettur.

Hvenær? Sunnudaginn 4. október frá 14 – 17.

Hvar? 101 Reykjavík, nákvæm staðsetning kynnt síðar

Hverjir? Fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum getur verið með. Hámarksfjöldi er 15 manns.

Kostar? Nei

Skráning fyrir 3.10: anarcheologia@gmail.com

Tungumál? Leiðsögn Angelu fer fram á ensku en þátttakendur geta skrifað á hvaða tungumáli sem er.

Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp

Sunnudagur 4. október kl. 14 – Listasafn Íslands

Nína Tryggvadóttir
Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, leiðir leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur.

Lokaæfing – frumsýning

Sunnudagur 4. október kl. 20.30 – Tjarnarbíó

Lokaæfing eftir Svövu Jakosbsdóttur í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttir
Þann 4. október, á afmælisdegi Svövu Jakobsdóttur, frumsýnir leikhópurinn Háaloftið eitt af fremstu leikritum hennar, Lokaæfingu, í Tjarnarbíói. Hjón á fertugsaldri loka sig af vikum saman í heimatilbúnu neðanjarðarbyrgi. Fullkomin einangrun afhjúpar tilveru þeirra og smám saman mást út mörk raunveru og ímyndunar. Hvað eru þau að æfa? Þetta er margrómað átakaverk upp á líf og dauða sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1983.

Leikstjórn: Tinna Hrafnsdóttir
Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Kristín Pétursdóttir
Aðstoðarleikstjórn: Arnmundur Ernst Backman
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Búningar: Una Stígsdóttir
Tónlist: Sveinn Geirsson
Lýsing: Arnþór Þórsteinsson

Athugið snarpan sýningatíma: Sunnudaginn 4. október, kl. 20:30. Föstudaginn 9. október, kl. 20:30. Sunnudaginn 11. október, kl. 20:30. Föstudaginn 16. október, kl. 20:30. Laugardaginn 24. október, kl. 20:30.

Boðið verður upp á umræður um sýninguna að aflokinni sýningu föstudaginn 16. október.

Miðapantanir

Ölvaðar  konur og gljáfægðir speglar  - á slóðum kvenna í Bókmenntaborg

Miðvikudagur 7. október  kl. 17.15 – Við Austurvöll

Úlfhildur
Bókmenntamerking til heiðurs Svövu Jakobsdóttur verður afhjúpuð við Alþingishúsið. Sonardætur Svövu, Svava Jakobsdóttir yngri og Ásta-María Jakobsdóttir, afhjúpa merkingunar. Í kjölfarið leiða Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur og María Þórðarsdóttir leikkona bókmenntagöngu um slóðir skáldkvenna í miðbænum. Farið verður á milli staða sem hafa verið merktir merkum konum í bókmenntasögu borgarinnar, m.a. Theodóru Thoroddsen, Málfríði Einarsdóttur og Ástu Sigurðardóttur. Við sögu koma speglar, þvottar, ástir og ölvun.

The Harbour – Ljósmyndir og ljóð

Fimmtudagur 8. október kl. 17:30 – Grófarhús

Ljósmyndasýning Julie Fuster, The Harbour, opnar í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fimmtudaginn 8. október. Af því tilefni efnir listakonan til ljóðaupplesturs þar sem hópur skálda flytur ljóð við ljósmyndirnar. Upplestrardagskráin fer fram á Reykjavíkurtorgi Grófarhúss á 1. hæð.

Þau sem lesa upp eru Julie Fuster, Megan Audur Grimsdottir, Anna Valdis Kro, Anne Haegse, Nikhil Kirsh, Julien Fasseur, Ewa Marcinek og Aegir Thor Jähnke.

Allir eru velkomnir.

Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar

Föstudagur 9. október kl. 12 – Kjarvalsstaðir

Kvennatíminn - Hér og nú þrjátíu árum síðar
Hádegisleiðsögn með nokkrum listamönnum sýningarinnar.

Skúmaskot – ljóðmyndasýning

Þriðjudagur 13. október – Götugluggar í Reykjavík

Skúmaskot

Skúmaskot er ljóðmyndasýning skáldanna Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur og Valgerðar Þóroddsdóttur í samstarfi við ljósmyndarann Gulla Má. Hún fer upp í 100 götuglugga víðsvegar um borgina og stendur til 27. október.

Lean In – Bókakvöld

Þriðjudagur 13. október kl. 17-18 – Íslandsbanki, Kirkjusandi

Lean_in.JPG

Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB, Edda Rut Björnsdóttir frá Fyrirtækjasviði Íslandsbanka og Lilja Gylfadóttir, formaður ungra athafnakvenna, ræða um bókina Lean In: Women, Work and the Will to Lead eftir Nell Scovell blaðakonu og Sheryl Sandberg, rekstrarstjóra Facebook.

Allir eru velkomnir. Gengið er inn um aðalinngang Íslandsbanka að Kirkjusandi.

Konan, skáldið og raunveruleikinn

Miðvikudagur 14. október kl. 12.10-13 – Borgarbókasafnið, Grófinni

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir
Magnea Þuríður Ingvarsdóttir, menningarfræðingur fjallar um skáldskap kvenna fyrr á tímum, sem er mörgum gleymdur, í hádegiserindi á Reykjavíkurtorgi. Einnig ræðir hún um menningarperlur kvenna sem leynast víða í handritasöfnum.

Fimm konur – Meðgönguskáld og Óskonur

Fimmtudagur 15. október kl. 17:15-18:15 – Kaffislippur, Icelandair Hotel Reykjavik Marina v. Mýrargötu

Meðgönguljóðaskáldin Ásta Fanney Sigurðardóttir og Valgerður Þóroddsdóttir lesa upp ásamt þremur skáldkonum úr rithöfundahópnum Ós, þeim Ewu Marcineck, Micu Allan og Virginiu Gillard. Dagskráin fer fram á kaffihúsinu Kaffislippur, sem opnaði fyrr í haust. Icelandair Reykjavik Hotel Marina er nýr samstarfsaðili Bókmenntaborgarinnar og þar verða fleiri bókmenntaviðburðir á næstunni.

Lesið verður upp á íslensku og ensku.

Meðgönguljóð er útgáfufélag sem leggur áherslu á að skapa vettvang fyrir grasrótina í íslenskum bókmenntum. Kjarni starfseminnar felst í að gefa út verk eftir nýja og athyglisverða höfunda sem margir hverjir eru að gefa út sínar fyrstu bækur.

Ós pressan er samfélag rithöfunda í Reykjavík sem eiga sér ólíkan bakgrunn hvað varðar uppruna og tungumál. Hópurinn býður jaðarhöfunda velkomna, hvert svo sem tungumál þeirra er, íslenska eða önnur mál.

Leshringur – Raddir kvenna 

Fimmtudagur 15. október kl. 18 – Borgarbókasafnið, Sólheimum

Nýr leshringur í Borgarbókasafninu í Sólheimum tekur til starfa í haust og í október verða teknar fyrir tvær smásögur eftir Svövu Jakobsdóttur, „Veizla undur grjótvegg“ og „Saga handa börnum“. Starfsmenn safnsins munu leiða umræður um bókina og að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi.

Öllum er velkomið að taka þátt, skráning í afgreiðslu safnsins, í síma 411 6160 eða með tölvupósti í netfangið solheimasafn@borgarbokasafn.is.

Smásagnakvöld Meðgöngumála

Fimmtudagur 22. október kl. 20 – Stofan kaffihús, Vesturgötu 3

Meðgöngumál

Í tilefni af Lestrarhátíð í Bókmenntaborg efna Meðgöngumál til smásagnaupplesturs á Stofunni. Höfundar geta sótt um að vera með í upplestrinum og tekið við umsóknum til og með 16. október í einkaskilaboðum á Facebook síðu Meðgöngumála. Hver upplestur miðast við 2-8 mínútur.

Skrímslin bjóða í heimsóknSkrimslin bjóða í heimsókn

Laugardagur 24. október kl. 14. – Menningarhúsið Gerðubergi

Menningarhúsið Gerðuberg býður allri fjölskyldunni að ganga inn í heim litla og stóra skrímslisins og upplifa veröldina frá þeirra sjónarhorni. Skrímslasýningin er sérstaklega hugsuð sem tækifæri fyrir fjölskyldur til að eiga notalega stund saman, blaða í bók, leysa þrautir og kynnast betur skrímslunum tveimur sem fyrir löngu eru orðin góðkunningjar lesandi barna. Höfundar skrímslabókanna eru Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler frá Svíðþjóð og Rake lHelmsdal frá Færeyjum.

Sýningarstjórar og hönnuðir: Áslaug Jónsdóttir, einn höfunda skrímslabókanna, og Högni Sigurþórsson.

Á bak við veruleikans köldu ró – Gerður Kristný um Svövu Jakobsdóttir

Mánudagur 26. október kl. 17:15. – Borgarbókasafnið, Spönginni

gerðurKristný

Rithöfundurinn Gerður Kristný heimsækir Menningarhúsið í Spönginni og spjallar um smásögur eftir Svövu Jakobsdóttur. Hún mun einnig svara spurningum gesta um ritlist kvenna. Dagskráin er hluti af viðburðaröð safnsins, Í leiðinni.

Svava Jakobsdóttir er einn fremsti rithöfundur Íslendinga á 20. öld. Hún braut blað í íslenskri sagnagerð með frumlegu vali á söguefni sem og nýstárlegum frásagnarmáta. Í spjallinu fjallar Gerður Kristný um smásögur Svövu með sérstakri áherslu á söguna „Útsýni“ sem birtist í Veislu undir grjótvegg árið 1967.

 „Að vekja og efla löngun til að lesa góðar bækur“: Lestrarfélag kvenna í Reykjavík

Miðvikudagur 28. október  kl. 12.10-13 – Borgarbókasafnið, Grófinni

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir bókmenntafræðingur gluggar í Mánaðarrit Lestrarfélags kvenna í Reykjavík, sem var stofnað 1911, og veltir fyrir sér bókmenntum og félagsstarfi kvenna.

„Á landamærahafinu“ Daisy Neijmann spjallar um verk Svövu Jakobsdóttur

Miðvikudagur 28. október  kl. 20 – Menningarhúsið Gerðubergi

Daisy Nejmann
Verk Svövu Jakobsdóttur (1930-2004) hafa heillað ótal marga í heil fimmtíu ár. Hún birti fyrstu smásögur sínar á sjöunda áratugnum. Samt eru þær jafn ferskar, sláandi og áhrifamiklar í dag og þegar þær komu fyrst út. Daisy spjallar um sögur Svövu í bókakaffi sem fer fram á kaffihúsinu í Gerðubergi á léttum nótum í afslöppuðu andrúmslofti.

This Conversation is Missing a Point – Nýtt íslenskt dansverk

Miðvikudagur 28. október kl. 20:30 – Tjarnarbíó

This Conversation

Dansverk eftir Berglindi Rafnsdóttur og Unni Elísabetu Gunnarsdóttur. Verkið fjallar á kómískan hátt um það hvernig manneskjur geta verið misskildar. Hvað má segja og hvenær? Vitum við yfir höfuð eitthvað? Höfundarnir eru einnig dansarar sýningarinnar.

Verkið verður frumsýnt þann 28. október í Tjarnarbíói.

Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar

Föstudagur 30. október kl. 12 – Kjarvalsstaðir

Kvennatími – Hér og nú 30 árum síðar - Anna Jóa
Sýningastjóraspjall með Önnu Jóa sem ræðir við gesti um sýninguna.

 

Raddir kvenna í október

Kjörgripur mánaðarins í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

Svava Jakobsdóttir: Hvað er í blýhólknum?

Leikrit Svövu Jakobsdóttur, Hvað er í blýhólknum, er kjörgripur mánaðarins í Landsbókasafni í tilefni Lestrarhátíðar.

Svava Jakobsdóttir (1930-2004) sagði í viðtali við Þjóðviljann 27. júní 1974: „Ætli ég sé ekki fædd rauðsokka? Það má segja, að það hafi verið mitt fyrsta baráttumál í lífinu að verða tekin gild enda þótt ég væri stelpa!“
Í verkum sínum tók hún jafnan fyrir stöðu konunnar og misrétti kynjanna.

Fyrsta leikrit Svövu, Hvað er í blýhólknum? var frumsýnt í Lindarbæ hjá leikhópnum Grímu þann 12. nóvember 1970. Leikstjóri var María Kristjánsdóttir. Svava hafði á þessum tíma sent frá sér smásagnasöfnin 12 konur og Veizla undir grjótvegg og skáldsöguna Leigjandann. Leikritið Hvað er í blýhólknum? vakti mikla athygli þar sem það fjallar um stöðu konunnar í nútímanum, mál sem hafði verið mjög til umræðu á þessum tíma.

Þegar leikritið var sýnt var lögð könnun fyrir leikhúsgesti sem þrír nemar í þjóðfélagsfræðideild Háskóla Íslands gerðu. Meðal annars var spurt hvort konum væri eðlislægara en körlum að vinna heimilisstörf. Niðurstaðan var sú að 52,6% töldu konum ekki eðlislægara en körlum að sinna heimilisstörfum, 41,6 % töldu hinsvegar svo vera.

Sjá má umfjöllun um þessa könnun hér

Handrit Svövu að Hvað er í blýhólknum? og fleiri handrit hennar eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns (safnmark Lbs 136 NF). Í Kvennasögusafni Íslands eru varðveittar úrklippur og smáprent sem tengjast lífi hennar og starfi. Þessi gögn eru kjörgripir októbermánaðar í safninu í tilefni af lestrarhátíð Bókmenntaborgar 2015 þar sem verk Svövu Jakobsdóttur eru í öndvegi.

Raddir kvenna á vef Stofunar Árna Magnússonar

Árið 2015 er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og kjörgengi til Alþingis. Sérfræðingar á Árnastofnun minnast tímamótanna og rita stutta pistla sem eru birtir vikulega á vef Árnarstofnunar. Pistlarnir fjalla um konur í menningarsögunni og tengjast fræðasviðum stofnunarinnar. Fjallað verður til að mynda um örnefni, nýyrði, tökuorð, kenningar í skáldskap, kvæða- og sagnakonur, skáldkonur og konur í bókmenntum og þjóðlífi, handrit í eigu kvenna eða handrit skrifuð af konum.

Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar

Listasafn Reykjavíkur – Kjartvalsstaðir, 12. september – 29. nóvember

Hugmyndin á bak við samsýninguna Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar er að kalla aftur saman á þriðja tug kvenna sem sýndu saman undir heitinu Hér og nú á Kjarvalsstöðum haustið 1985. Sýningin var jafnframt einn umfangsmesti viðburður Listahátíðar kvenna sem efnt var til vegna loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur hátíðarinnar var að gera sýnilegt framlag kvenna á sviði lista- og menningar. Konurnar sem valdar voru til þátttöku á Hér og nú árið 1985 voru margar rétt að hefja ferilinn en aðrar höfðu verið virkar í sýningarhaldi á liðnum áratug. Tilefni nýju sýningarinnar er einnig hátíð sem tengist konum en á þessu ári er haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna hér á landi. Líkt og á sýningunni 1985 er lögð áhersla á að sýna ný verk og var öllum konunum á Hér og nú boðin þátttaka en þær eru allar enn virkar í listsköpun og sýningarhaldi, utan tveggja sem eru látnar. Verkin á sýningunni  spanna ýmsar aðferðir, miðla og hugmyndir.

Nánari upplýsingar um sýninguna má sjá hér á vef Listasafns Reykjavíkur.

Leiðsagnir í október:

Föstudagurinn 9. október kl. 12. Hádegisleiðsögn með nokkrum listamönnum sýningarinnar.
Föstudagurinn 30. október kl. 12. Sýningastjóraspjall með Önnu Jóa sem ræðir við gesti um sýninguna.

Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp

Yfirlitssýning á verkum Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) Á sýningunni verður merkum listferli Nínu Tryggvadóttur (1913–1968) gerð góð skil með fjölda listaverka hennar og útgáfu. Verk Nínu Tryggvadóttur í safneign Listasafns Íslands eru 80 talsins, frá árabilinu 1938–1967, en auk valdra verka úr safneign verða sýnd lánsverk víða að, sem sjaldan eru sýnd, og valin verk í eigu Unu Dóru Copley, einkadóttur listamannsins, sem hafa mörg hver ekki áður verið sýnd á Íslandi.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér á vef Listasafns Íslands.

Leiðsagnir í október:

Sunnudagana 4. og 18. október kl. 14 verður Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, með leiðsögn um sýninguna.

Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands skrifast á við Svövu

Blekfjelagar, meistaranemar í ritlist, ætla að skrifast á við Svövu Jakobsdóttur í október. Þau nýta sér hina stórmerkilegu smásögu hennar, Sögu handa börnum, sem innblástur og stökkbretti og skrifast þannig á við höfundinn. Hvert það stökk leiðir er ómögulegt að segja fyrir um, inn í gróteskuna kannski eða fyndnina, en verður spennandi að sjá.

Afraksturinn verður birtur í vefritinu Sirkústjaldið og einnig verður blásið til upplestrar á verkunum í október. Staður og stund verða kynnt síðar.