Lestrarstund með Sleipni

SLEIPNIR – LESTRARFÉLAGI BARNANNA

FER Á FLUG MEÐ LEIKSKÓLABÖRNUM Á LESTRARHÁTÍÐ Í OKTÓBER

Sleipnir lestrarfélagi barnanna

Undanfarin ár hefur Sleipnir – lestrarfélagi barnanna verið verkefni í þróun hjá Bókmenntaborginni.

Nú er komið að því að frumsýna fyrsta hluta verkefnisins, Lestrarstund með Sleipni fyrir leikskólabörn.

SLEIPNIR – LESTRARFÉLAGI BARNANNA

Sleipnir, hinn áttfætti fákur Óðins, getur ferðast um heima alla og hann er því sérlega gott tákn fyrir allt það sem lestur færir okkur. Með því að lesa stækkum við heiminn, við förum á hugarflug og kynnumst ólíkum menningarheimum, tímum, tilfinningum og sögum, um leið og við sækjum okkur menntun og upplýsingar sem eru okkur nauðsynlegar til að lifa í og vera virkir þátttakendur í samfélagi okkar. Sleipnir er líka skemmtilegur gaur sem býður börnum upp á ævintýri sem ýta undir lestrargleðina.

LESTRARSTUND Á BÓKASAFNINU Í ÞÍNU HVERFI

Lestrarstund með Sleipni er ætluð tveimur elstu árgöngunum í leikskóla.  Stundin er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins í Reykjavík og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Í lestrarstund með Sleipni fá krakkar að heyra Vetrarævintýri Sleipnis eftir Gerði Kristnýju og Gunnar Karlsson,  ævintýri sem Gerður Kristný samdi um þá félaga Sleipni og Óðinn. Þar nýtir hún persónur úr norrænu goðafræðinni og skapar í kringum þá nýjan heim, heim sem er nær okkur en þó framandi.  Gerður er einn af okkur vinsælustu barnabókahöfundum og ljóðskáldum. Gunnar Karlsson myndskreytir bókina en hann á heiðurinn að útliti Sleipnis. Gunnar er þekktur fyrir teiknimyndir og skopmyndir og hefur hann skapað margar eftirminnilegar persónur.

BÓK OG HUGMYNDABANKI

Þegar leikskólar koma í lestrarstund á sitt hverfisbókasafn heyra börnin söguna í fyrsta sinn. Þau fá síðan bókina með sér heim í leikskólann ásamt hugmyndabanka fyrir kennara. Hugmyndabankinn er unninn af leikskólakennurunum Halldóru Guðmundsdóttur og Halldóru Sigtryggsdóttur og tengjast  verkefnin bókinni. Hann kallast á við læsisstefnu Reykjavíkurborgar Lesið í leik og getur auðveldað leikskólum að innleiða stefnuna og vinna með hana í öllu starfi sínu. Sleipnisverkefnið er unnið í samstarfi við Borgarbókasafnið og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Sleipnir verður á eftirtöldum bókasöfnum í október og nóvember og heldur svo áfram heimsóknum sínum í hverfi Reykjavíkur í febrúar 2017. Vinsamlega pantið Lestrarstund með Sleipni hjá bókasafninu.

Lestrarsstundir fyrir jól verða fyrir hádegi á mánudögum og fimmtudögum sem hér segir:

MENNINGARHÚS KRINGLUNNI:

3., 10. og 13. október

bóka þarf í síma 580-6200 eða netfangið rut.ragnarsdottir@reykjavik.is

MENNINGARHÚS SÓLHEIMUM:

20. október

bóka þarf í síma 411-6165 eða netfangið sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is

MENNINGARHÚS SPÖNGINNI:

24., 27., og 31. október

bóka þarf í síma 411 -6230 eða netfangið nanna.gudmundsdottir@reykjavik.is

MENNINGARHÚS GRÓFINNI:

3., 7., og 10. nóvember

bóka þarf í síma 411 6100 eða netfangið thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is

MENNINGARHÚS GERÐUBERGI

14., 17., 21. og 24. nóvember

bóka þarf í síma 411 6175 eða netfangið arna.bjork.jonsdottir@reykjavik.is

MENNINGARHÚS ÁRBÆ

28. nóv og 1. des

bóka þarf í síma 411 6250 eða netfangið halldor.marteinsson@reykjavik.is

Allir leikskólar eru hvattir til að nýta sér Lestrarstund með Sleipni. Verkefnið er tilvalið til að auka lestrargleði og er gott hjálpartæki fyrir leikskólakennara og aðra starfsmenn leikskólans við að kynna lestur og ævintýrið sem í honum felst fyrir nemendum sínum.