Svipmyndir frá Bókmenntaborgum UNESCO

Orð og myndir frá átján systurborgum Reykjavíkur

 

Í tilefni Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg í október hefur verið sett upp sýning á ljóðum og textabrotum frá Bókmenntaborgum UNESCO í Tjarnarsal Ráðhússins, ásamt myndum frá borgunum.

Bókmenntaborgir UNESCO eru núna tuttugu talsins og á sýningunni má fá örlitla innsýn í bókmenntaheim átján þessara ólíku borga. Bókmenntaborgirnar eru hluti af stærra neti Skapandi borga UNESCO – UNESCO Creative Cities Network. Alls eru nú 116 borgir í samstarfsnetinu, en listgreinar auk bókmennta eru alþýðulist og handverk, hönnun, margmiðlunarlist, matagerðarlist, kvikmyndalist og tónlist.

Bókmenntaborgir UNESCO eru, auk Reykjavíkur: Bagdad (Írak), Barcelona (Katalóníu á Spáni), Dublin (Írlandi), Dunedin (Nýja Sjálandi), Edinborg (Skotlandi), Granada (Spáni), Heidelberg (Þýskalandi), Iowa City (Bandaríkjunum), Kraká (Póllandi), Ljubljana (Slóveníu), Lviv (Úkraínu), Melbourne (Ástralíu), Montevideo (Úrúgvæ), Norwich (Englandi), Nottingham (Englandi), Obidos (Portúgal), Prag (Tékklandi), Tartu (Eistlandi) og Ulyanovsk (Rússlandi).

Eftirtaldar borgir eiga verk á sýningunni, sem er opin alla virka daga frá kl. 8:20 – 16:15. Henni lýkur föstudaginn 21. október.

Sýningarborgir og listamenn

Baghdad

Baghdad í Írak hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2015.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Baghdad

zahir-aljizani

Zahir al-Jizani

ljod_bagdhad

WIDYAN’S FACE

God ..
Assist me.. to see her face
Assist me.. to arrange her laugh,
the movements of her feet,
and the leanings of her hands… on the walls of the house
or when her feet are twisted and she falls
or when she starts crying.
O God of the far-off sky!
O Maker of light, mud and water,
O Opener of His doors for prayers,
And Giver of the secrets of His might to all,
assist me.. to see.. her face.

Sadek R. Mohammed þýddi ljóðið á ensku.

Zahir al-Jizani fæddist í Baghdad árið 1948. Hann hefur gefið út þrjár ljóðabækur, Come Let’s Go to the Desert (1978), For the Clarification of the Confusion of Intention (1980) og The Father in his Personal Evening (1989). Widyan er nafnið á dóttur skáldsins sem hann neyddist til að yfirgefa sem ungbarn hjá fjölskyldu sinni þegar hann flúði Írak til að forðast ofsóknir einræðisstjórnarinnar árið 1990.

Barcelona

Barcelona í Katalóníu á Spáni hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2015.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Barcelona

Vefur Bókmenntaborgarinnar Barcelona

Alexandre Plana og Josep Pla 1920

Josep Pla

4 d’octubre 1919

“¿Per què no escrius com t’ha dit sempre el senyor Fabra a la penya, d’una manera natural, segons el
llenguatge parlat… segons la manera de parlar del teu ambient? ¿No em comprens?”

“Si, ho comprenc. Pensava, però, que la literatura anava per aquest camí…

[...]

“T’has de separar d’aquestes coses…”

“¿De quines coses?”

“T’has de separar de la retòrica, del preciosisme, del refinament, de les paraules, de la literatura
diferent… Quan llegeixes el que has escrit, no t’agrada ni a tu mateix. Si ho publiquessis, ¿a qui vols
que agradés fora dels quatre amics de la capelleta? Creu-me a mi. Deixa estar les capelletes! No
escriguis pensant en el que has llegit: escriu amb el teu temperament.”

 

4 October 1919

“Why don’t you write as Sr. Fabra is always telling the circle, naturally, as people speak… as people speak in the circles you move in? Do you understand me?”

“Yes, I understand. But I thought that was the path to follow if you wanted to write literature.”

[…]

“You must put such things behind you.”

“Which things?”

“You must break with rhetoric, precious subtlety, verbosity, with highfalutin literature. When you read what you have written, you don’t even like it yourself. If you ever published it, who would like it apart from the four friends who belong to your clique? Believe me. Forget the cliques. Don’t write with your mind on what you have read: follow your own temperament.”

Úr bókinni The Gray Notebook (El quadern gris)
Ensk útgáfa, New York Review of Books, 2013.
Frumútgáfa: Barcelona, 1966.

JOSEP PLA (1897 – 1981) er einn vinsælasti og mest lesni höfundur Katalóníu fyrr og síðar. Hann fæddist í Palafrugell á Costa Brava ströndinni og tilheyrði fjölskyldu landeigenda. Hann nam lögfræði í Barcelona en sneri sér svo að blaðamennsku. Sem blaðamaður starfaði Pla í Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi, á Englandi og Ítalíu og skrifaði þaðan um menningu og stjórnmál. Árið 1921 tók Pla sæti á katalónska þinginu en var síðan rekinn í útlegð 1924 á tímum Primo de Rivera vegna skrifa sinna um spænska hernaðarstefnu.  Eftir 1947 hafa verk hans komið út á katalónsku og var útgáfu heildarsafns verka hans (38 bindi sem telja yfir 25.000 síður) lokið árið 1966.

Dublin

Dublin á Írlandi hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2010.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Dublin

Vefur Dublin UNESCO City of Literature

allihies-june-201

Tony Curtis

ON FIRST LOOKING ONTO THE SAMUEL BECKET BRIDGE

This morning I saw the bridge
for the first time.
I wasn’t discouraged.
Out of the mist
a white arc reaches into the air,
a whalebone washed in on the tide.
Beneath it,
Twenty-five suspension wires hang
Taut as musical strings.
From a distance it looks like
a great Irish harp lying on its side,
something Carolan might pick up
to compose a planxty, a tune
to the glory of the ceaseless river.

In time people moving over the bridge
will become the books, the plays.

TONY CURTIS fæddist í Dublin árið 1955. Hann hefur sent frá sér tíu ljóðasöfn sem hafa hlotið góðar viðtökur og verið verðlaunuð. Nýjustu verk hans eru Folk (2011), Pony (2013) og Approximately in the Key of C (2015). Curtis hlaut Irish National Poetry Prize árið 1993 og hann hefur komið fram á ljóðaviðburðum víða um heim. Hann er meðlimur Aosdána sem er félagsskapur listamanna sem þykja hafa skarað fram úr á Írlandi.

Dunedin

Dunedin á Nýja Sjálandi hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2014.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Dunedin

Vefur Dunedin UNESCO City of Literature

Peter Olds

Peter Olds

WINTER WALTZ

In the thin warmth of a sun-beam
in the Octagon
I sit on a bench
& watch the cars glide by

On Flagstaff
they’re looking for
a mental patient
who’s wandered off
a track
in the snow

PETER OLDS (f. 1944) hætti í skóla sextán ára gamall og byrjaði að skrifa ljóð á sjöunda áratug síðustu aldar. Honum hefur verið lýst sem lárviðarskáldi jaðarfólksins “… kannski síðasti sanni meðlimur kynslóðarinnar sem skrifaði undir áhrifum leitarinnar að innri sýnum.” Hann býr í Dunedin á syðri eyju Nýja Sjálands. Fyrsta útgefna ljóðasafn Olds er Lady Moss Revived (1972) og það nýjasta You fit the description frá 2014. Árið 2005 hlaut hann Janet Frame Literary Trust verðlaunin fyrir ljóðlist.

Skáldsystir hans, Emma Neale, hefur sagt um ljóð Olds að þau séu áhrifamikil og ögrandi vegna hreinskilni um sæluvímuna og eftirköstin af því að þröngva sjálfum sér að mörkum einhvers konar reynslu af veruleikanum. Þau gefa lifandi og stundum dökka mynd af borgarlífi á Nýja Sjálandi.

Edinborg

Edinborg í Skotlandi hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá 2004.

Átta atriði um Bókmenntaborgina Edinborg

Vefur Bókmenntaborgarinnar Edinborgar

the-first-edinburgh-makar-stewart-conn

 Stewart Conn

ON CALTON HILL

. . . The mist miraculously clears. It is
as though the city were unveiling, the setting
sun discharging quivering rays of light;
the Castle rock caught in such effulgence
the walls seem to levitate, only in no time
to be consigned to darkness.
But glance
north-west: a span of the Forth bridge
is just visible, Scotland spread out beyond
like a great plaid, Edinburgh the glistening
clasp that fastens it, that pins it in place.

STEWART CONN hefur búið í Edinborg um árabil og var hann stýrði skoskri leiklistardeild BBC til ársins 1992. Frá 2002 til 2005 var hann lárviðarskáld Edinborgar (Edinburgh makar). Leikrit hans hafa verið sett upp bæði heima fyrir og erlendis. Meðal ljóðasafna Conns eru bækurnar Ghosts at Cockrow, The Breakfast Room (2011) sem var valin ljóðabók ársins í Skotlandi og ljóðaúrvalið The Touch of Time. Nýjasta verk hans er Against the Light. Árið 2006 hlaut Conn Iain Chricton Smith verðlaunin fyrir framlag sitt til bókmennta í Skotlandi. Hægt er að hlusta á upplestur Conns á vefnum: http://www.poetryarchive.org/poet/stewart-conn

Yrkisefni hans eru allt frá litrófi tilfinninganna og varnarleysi lífsins til vangaveltna um list og sameiningar við náttúru og landslag þar sem Edinborg er bæði yrkisefni og sjónarhóll.

Granada

Granada á Spáni hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2014

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Granada

angeles-mora-mayo13

 Ángeles Mora

COSAS QUE SUCEDEN ALLÍ ARRIBA

Busqué en mis versos
el aire de la Alhambra,
y brillando surgió desde el olvido
aquella noche
de luna en los estanques y en tus ojos:
años ochenta, Alberti recitando
a Lorca entre arrayanes,
rumor de agua.
Tu voz roja en mi oído
Altas torres guardando a los poetas.

THINGS THAT HAPPEN UP THERE

I sought in my poems
the air of the Alhambra,
and out of lost memory burst shining
that night
of moonlight on the ponds and in your eyes:
nineteen eighties, Alberti reciting
Lorca among the myrtles,
murmur of water.
Your voice red in my ear.
Tall towers guarding the poets.
Ensk þýðing: Ross Howard

ÁNGELAS MORA nam textafræði við Háskólann í Granada. Hún hlaut Rafael Alberti verðlaunin fyrir La Guerra de los treinta años árið 1990. Fyrstu fjórum bókum hennar er safnað saman í Antología poética (1995). Meðal annarra verka hennar eru ¿Las mujeres son mágicas? (2000), verðlaunabókin Contradicciones, pájaros (2001), Bajo la alfombra (2008) og Ficciones para una autobiografía (2015) sem hlaut spænsku gagnrýnendaverðlaunin.

Heidelberg

Heidelberg í Þýskalandi hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2014.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Heidelberg

Vefur Bókmenntaborgarinnar Heidelberg

Ralph Dutli

Ralph Dutli

DIESES FÜR NEPOMUK

die Erinnerung ist eine seltene Ruine / gezackt unter japanischen Blitzen / er aber unten einsam / bei der alten Brücke / der Heilige der Verschwiegenheit der Wassergefahren leuchtende Leiche / Fünf-Sterne-Heiliger des Beichtgeheimnisses / sein Merkmal die rote Zunge die den roten Sandstein leckt / in die Moldau geworfen aus dem Neckar aufgetaucht / Brückenheilige sind Langschwimmer, fünffach besternt:

Solange hältst du auf die Brücke zu, bis sie dir in den Rücken fällt!
Solange hörst du die Beichten, bis die irren Brücken fliegen!
Solange leuchten fünf Sterne, bis der Wunsch über die Ufer tritt!

THIS ONE FOR NEPOMUK

memory is a rare ruin / jagged under japanese lightning / but he down there lonely / near the Old Bridge / the saint of secrets kept
of dangers birthed in waters radiant corpse / a Five-Stars-Saint
of the seal of confession / his defining mark the red tongue licking red sandstone / plunged into the Vltava resurfaced in the Neckar / the saints of bridges are long-distance-swimmers crowned fivefold by stars:

You head for the bridge, until it stabs you in the back!
You listen to the confessions, until the lunatic bridges fly!
You see five stars shine, until desire bursts its banks!

Ensk þýðing: Höfundurinn

RALPH DUTLI fæddist árið 1954. Hann er skáldsagnahöfundur, ljóðskáld, essayisti, ævisagnahöfundur og þýðandi úr rússnesku, m.a. á verkum eftir Osip Mandelstam, Marinu Tsvetaeva og Joseph Brodsky. Nýjustu verk Dutli eru skáldsögurnar Soutines letzte Fahrt  (2013) og Die Liebenden von Mantua (2015).

Iowa City

Iowa City í Bandaríkjunum hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2008.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Iowa City

Vefur Bókmenntaborgarinnar Iowa City

david-morice

David Morice

A MAP OF THE IMAGINATION

I came to you, a city shifting and switching

From mind to mind, from world to word.

I traveled here through the countryside in 1969
From St. Louis, where I grew up.

Your buildings remind me of the toy metropolises
That my sister Delaine and I put together in childhood

Try Toy Epic – that’s an anagram of Poetry City.
I want to go there, not to visit, but to live.

Now where did I put that map of Iowa City?
I want to see the town; I want to read its sidewalks.

I want to find Poetry City. Did I lose that map?
Ah, here it is, beneath countless poems.

Úr bókinni Poetry City: A Literary Remembrance of Iowa City, Iowa

DAVE MORICE er frá St Louis í Missouri fylki. Eftir nám við St. Louis University flutti hann til Iowa City þar sem hann lauk meistaranámi í ritlist og bókasafnsfræðum við Iowa University. Útskriftarverk hans er það stysta í sögu ritlistarnámsins í Iowa Writers Workshop (9 ljóð, 81 orð). Árið 2010, þegar tíu ára afmæli Iowa City sem Bókmenntaborg UNESCO var fagnað, skrifaði hann 100 daga ljóðamaraþon á bókasafni skólans og víðar. Maraþonljóðið er 10.119 síður og var það bundið inn og varðveitt í safninu. Þetta er þykkasta bókin í safninu.

Árið 1978 hóf Morice að gefa út Poetry Comics þar sem klassísk og samtímaljóðlist eru birt í myndasöguformi. Þrjú tölublöð hafa litið dagsins ljós. Hann hefur ritstýrt Kickshaws, dálki um orðaleiki í tímaritinu Word Ways. Hann hefur endurskrifað Inferno Dantes í limruformi. Hann hefur samið meira en 60 ljóðamaraþon, þar á meðal 1000 ljóð í einni skriflotu, mílulanga haiku, ljóð frá toppi átta hæða háhýsis, ljóð sem þverar Delaware ána, ljóð sem umlykur húsaþyrpingu og annað umhverfis fótboltaleik í hálfleik, svo fátt eitt sé talið.

Kraká

Kraká í Póllandi hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2013.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Kraká

Vefur Bókmenntaborgarinnar Kraká

krakow-julia-hartwig-pic-joanna-helander

Julia Hartwig

PO OMACKU

Najpiękniejsze jest to co jeszcze nieskończone

Niebo pełne gwiazd niezapisane jeszcze przez astronomów
szkic Leonarda i urwana wzruszeniem piosenka
Ołówek pędzel zawieszone w powietrzu

FEELING THE WAY

The most beautiful is what is still unfinished
a sky filled with stars uncharted by astronomers
a sketch by Leonardo a song broken off from emotion
A pencil a brush suspended in the air

Ensk þýðing: Bogdana og John Carpenter, The Praise of the Unfinished. Knopf Doubleday, 2008.

JULIA HARTWIG (f. 1921) er ljóðskáld og þýðandi fagurbókmennta. Hún var liðsforingi í AK (pólska andspyrnuhreyfingin) í seinni heimsstyrjöldinni. Frá 1970 – 1974 bjó Hartwig í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum, Artur Międzyrzecki, þar sem hún kenndi við University of Iowa í Iowa City, sem er í dag einnig ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Fyrsta ljóðasafn hennar, Pożegnania (Kveðjur), kom út 1956 og hún hefur einnig m.a. birt ljóð í vikuritinu Tygodnik Powszechny og víðar. Hartwig hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd til Nike Literary Award og hún hefur um árabil tekið þátt í Milosz bókmenntahátíðinni í Kraká. Þar í borg eru verk hennar gefin út af forlaginu a5.

Ljubljana

Ljubljana í Slóveníu hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2015.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Ljubljana

Vefur Bókmenntaborgarinnar Ljubljana

andrej-blatnik-foto-mateja-jordovic-potocnik

Andrej Blatnic

TROMOSTOVJE

Nekateri pravijo: trije mostovi so preveč, naj bo en sam, naj se ne deli tok ljudi na tri strani. Eden je dovolj, združen je močnejši narod naš.
Drugi menijo: na treh mostovih se šele začne izbiranje, in važno je, da mogoče je izbirati. Vse tri, če hočeš počasi reko prečiti. Dva, če hočeš spet nazaj, kjer si pričel. Ali pač enega, če ti do izbire ni in se ti le mudi na drugo stran.

So pa tudi taki, ki ne govorijo nič, le gledajo v nebo in dol v vodó: mostov vidiš več, če gledaš tudi tja, kamor ne pogleda vsak. Ne moreš jih otipati, a kaj bi to? Važno je, da prideš čez. In vsakič, ko prečkaš most, viden ali ne, si prišel naprej, vsakič se odpre nov svet. In zdaj izbiraj: enega? Dva? Tri?

TRIPLE BRIDGE

Some people say: three bridges are too much, there shall be only one, you shall not part the people’s flow into three streams. One is enough: united is our nation strong.

The others claim: three bridges start the choice, and it is important that you have the choice. You can choose all three of them if your choice is to cross the river in a slow and thoughtful way. Two, if you want to get back to where you started from. Or just one, if you do not care for choice and only rush to the other side.

And there are those who do not speak; they look up at the sky or down where water flows: you can see more bridges if you look there where not everybody looks. You can not touch them, but what difference does that make? The important thing is that you can cross. Every time you cross a bridge, seeing it or not, you step ahead, and every time a new world opens there for you. And now you choose: one? Two? Three?

ANDREJ BLATNIC fæddist í Ljubljana í Slóveníu árið 1963. Hann starfaði sem bókmenntaritstjóri í tuttugut ár en kennir nú ritstjórn og útgáfu við Háskólann í Ljubljana. Blatnic hefur gefið út tólf bækur á slóvensku, bæði fræðibækur og skáldskap og þýtt fjölda bóka að auki. Hann hefur hlotið verðlaun heima fyrir og erlendis og hann hefur komið fram á bókmenntaviðburðum víða um lönd, m.a. á PEN World Voices í New York, Kosmoplis í Barcelona, á International Festival of Authors í Toronto og Jaipur Literature Festival á Indlandi. Blatnic hefur tekið þátt í rithöfundabúðunum International Writing Program í Háskólanum í Iowa í Iowa City í Bandaríkjunum.  Hann hefur ennþá gaman af því að ferðast um heiminn.

Lviv

Lviv í Úkraínu hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2015.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Lviv

author-photo-izdryk-reykjavik-2016

Yri Izdry

Юрій Іздрик

я мешкаю в місті якого нема

молюся до бога відомого всім

всередині в мене – порожня пітьма

та іноді й там загорається світло

 

обожнюю всіх тонкорунних дівчат

що суть віддзеркалення діви дів

не йти уперед й не дивитись назад –

найкраще з усього що я тут зумів

 

RETORT

I live in the city that doesn’t exist

I pray to a God that everyone knows

Inside of me is but empty darkness

Although sometimes there too light flashes on

 

I really adore all the fair-haired girls

They are in essence a reflection of Mary

The best thing I could do here is

Not to look back and go forward.
Ensk þýðing:  Julia Didikha VERBatsiya project

YRI IZDRYK er skáldsagnahöfundur, ljóðskáld og menningarfræðingur.  Meðal verka hans eru bækurnar Stanislav and its Liberators (1996), Underwor (L) d (2011), Izdryk Yu (2013), AB OUT (2014), Calendar of Love (2015), The Island of Krk and Other Stories (1994), Wozzek (1996, 1997), Double Leon (2000) og margmiðlunarverkið  Summa (ásamt Ye. Ye. Nesterovych). Hann er ritstjóri og stofnandi framúrstefnuritsins Chetver og meðlimur í hljómsveitinni DRUMTYATR. Izdryk hlaut BBC Ukranian Book of the Year verðlaunin 2009 og nokkur verka hans hafa verið þýdd á pólsku, ensku, rússnesku og þýsku. Izdryk býr í borginni Kalush en ritstörf hans tengjast Lviv sterkum böndum.

Melbourne

Melbourne í Ástralíu hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2008.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Melbourne

Vefur Bókmenntaborgarinnar Melbourne

tto-pic-4gippsland-002

TT.O.

GEORGE ST. STATE SCHOOL

my mother told me
to do as they say
(i was 5)

On the 1st day
we walked thru the playground, thru a door;
into a windy tunnel, along a muddy corridor, to enrol;
They were all facing the wall (i cried); and
the whole class sang a nursery rhyme
till she’d gone; And I got dragged by the hair
to the platform (as an example
of dirty knees); to be made an example of; While
“pet” Partridge beamed at the back (cos
his mum, was President of this
and President of that); While my mum, came everyday
in her lunchbreak from FOYS (textiles) (in
Smith Street), to feed me cold broth (thru the wire
nets cos I didn’t have thr’pence …

TT.O. er „frægt skáld“. Eftir 41 ár sem tækniteiknari er hann nú sestur í helgan stein. Hann ólst upp í Fitzroy í útjaðri Melbourne og býr nú í Darebin á sama svæði. Hann hefur sent frá sér margar bækur en þær nýjustu eru Big Numbers — New & selected poems og Fitzroy – the Biography. TT.O. er ritstjóri ljóðatímaritsins Unusual Work, var einn stofnenda samtakakanna Poets Union og meðal fyrstu skálda Ástralíu sem lögðu áherslu á leikrænan flutning. Hann ritstýrði einnig Off the Record (1985) sem er safn leikrænna ljóða fyrir Penguin Books og Missing Form, sem er safn myndljóða.

Norwich

Norwich á Englandi hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2012.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Norwich

Vefur Writers’ Centre Norwich og Bókmenntaborgarinnar

Upplestur á ljóði Meir Ben Elijah

Meir Ben Elijah

WHO IS LIKE YOU?
(brot)

With pestilence he smote their cattle
and broken was their pride by boils.
All the magicians preened in vain
for this was far beyond their powers.

The hail came down with crushing force
and fire approached towards the land.
And every creature left outside,
man or beast, the fire consumed.

Locusts shall spoil your corn and wine
and ravage all your threshing floors.
And this shall be an oft told tale
repeated in your children’s ears.

Ensk þýðing: Bente Elsworth ogEllman Crasnow

Meir Ben Elijah, einn af fyrstu ensku skáldunum sem skrifaði á hebresku, starfaði sennilega í Norwich milli síðari hluta tólftu aldar og byrjunar þeirrar þrettándu. Höfundarverk hans, sem lá óuppgötvað í skjalasöfnum Vatikansins um aldir, hefur verið viðurkennt sem verk eins manns út frá griplum sem bálkurinn „Who is Like You?“ byggir á: „I am Meir, b. r. Eliahu, from the city of Norgitz [Norwich] which is in the land of isles called Angleterre. May I grow up in the Torah of my Creator and in fear of him; Amen, Amen, Selah”.  Ljóðið byggir á sköpunarsögunni í fyrstu Mósebók og fjallar um þjáningar gyðinga í Norwich á miðöldum og ofsóknir á hendur þeim með lifandi myndmáli sem lýsir plágu og útlegð.

Nottingham

Nottingham á Englandi hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2015.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Nottingham

Vefur Bókmenntaborgarinnar Nottingham

John Lucas

John Lucas

THE ARBORETUM
(brot)

There’s no pagoda here
the bandstand hints at crimson, spike of gold,
whatever quickens eye
or rumours at inventive ear
of braying brass. But the one soldier’s old.
Under a leafstrewn sky
he dozes on his bench seat near
the four Sebastapol cannon on which mould
greens and glimmers wetly.

Ljóðið „The Arboretum“  eftir JOHN LUCAS er úr fyrstu ljóðabók hans, About Nottingham. Lucas er gagnrýnandi, stjórnandi jazzsveitar, ljóðskáld, skáldsagnahöfundur, útgefandi og fyrrverandi háskólakennari tveggja skóla. Meðal fjölmargra verka hans eru ensk þýðing Egils sögu (Everyman Classics) og verðlaunaðar ferðaminningar, 92 Acharnon Street. Frá 1994 hefur Lucas rekið Shoestring Press, sem er einn stærsti útgefandi ljóðabóka í Bretlandi.

Prag

Prag í Tékklandi hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2014.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Prag

Vefur Bókmenntaborgarinnar Prag

prag_m-iljasenko-photo

Marie Iljašenko

VLTAVA

Tohle je místo, kam jsi přišel: město a břeh

řeky, která nemá než slepá ramena.

Bílé světlo říčních limanů zůstalo jinde,

vybledlé jako východní díván.

 

Vltava kvete: v chatové kolonii čtou staří básníci

o sobotách své opus magnum. Kdekdo něco o lásce,

ale v pralese jsou stále místa,

kde ještě nikdy nikdo nebyl.

……………………………………………………………………

……………………………………………………………………

……………………………………………………………………

 

Ta místa ještě nemají jména.

 

The Vltava

This is the place you have reached: the city and the bank

of the river that has but oxbows.

The white light of the river estuaries lingers elsewhere,

faded like a divan from the East.

The Vltava is in bloom: on Saturdays, old poets read their

magna opera in a cottage colony. They mostly tell of love

but there are still places in the ancient forest

no one has ever been.

…………………………………………………………………………

…………………………………………………………………………

…………………………………………………………………………

These places remain nameless.

Ensk þýðing: Veronika Francová
MARIE ILJSENKO  fæddist í Kiev í Úkraínu árið 1983 og er hún af tékknesk-pólskum ættum. Hún lærði bókmenntir við Charles University í Prag. Ljóðasafn hennar, Osip míří na jih (Osip Aims to South), kom út 2015 og var tilnefnt til Magnesia Litera verðlaunanna.

Reykjavík

Reykjavík hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2011.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Reykjavík

thora-jonsdottir

 

Þóra Jónsdóttir

LANDREKSKENNINGIN

Sprungan liggur þvert yfir landið
og gegnum grunn húsanna
þar sem rúmin okkar standa

Við smölum gjástykkin
sérhvern dag
og stöndum með sitthvorn fót
á börmunum

Undir rennur rauð kvika
kallar á gos
Við vitum ekki hvoru megin
Úrslit eru lengi í gerjun
eins og mosinn veit

CONTINENTAL DRIFT

The fissure runs right across the land
and through the foundations of houses
where our beds stand

We gather up pieces of chasms
each and every day
and stand with one foot
on either side

Beneath, red magma runs
invoking eruptions
We do not know which side

The outcome is a long time fermenting
as the moss knows

Ensk þýðing: Bernard Scudder

ÞÓRA JÓNSDÓTTIR fæddist árið 1925 á Bessastöðum á Álftanesi en fluttist ung að aldri með fjölskyldu sinni að Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Hún nam við Alþýðuskólann á Laugum í Reykjadal frá 1940 – 1942 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1948. Þóra kenndi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1948 – 1949 og las síðan bókmenntir við Hafnarháskóla 1949 – 1952. Hún lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands 1968. Þóra starfaði á Borgarbókasafni Reykjavíkur frá 1975 – 1982. Fyrsta ljóðabók hennar, Leit að tjaldstæði, kom út árið 1973, en síðan hefur Þóra sent frá sér fjölda ljóðabóka auk ljóðaþýðinga. Safnrit með ljóðum úr öllum fyrri ljóðabókum Þóru kom út hjá bókaforlaginu Sölku haustið 2005. Þóra býr í Reykjavík.

Tartu

Tartu í Eistlandi hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá árinu 2015.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Tartu

Kristjan Jaak Peterson

Timo Maran

VARJATUD TARTU

Novembri lõpp. Miinus viis. Tulen risti
üle Toome Rootsi bastioni varemete
ja Baeri ausamba vahelt. Õhk aurab,
mulda ja lehti katab valge kirme.
Ilm on selge, päike käib poolviltu kusagil
Tähetorni taga. Värvid on karged,
pisut sinised. Puude ladvad sirutavad
end välja, taevas saab üha kõrgemaks.
Toomkiriku kaks terrakotapunast torni
küünituvad üles, Kassitoome vajub
sügavale alla. Kesklinna korstnatest
tõuseb suitsu, valgeid, peenikesi lõngu, mis
kerkivad, kuniks kaovad. Märkan,
et keegi on Kristjan Jaagu pihku torganud
hiiglasliku nööpnõela, mille tipp on taevas ja
tera maa südames. Tartu varjatud vertikaal.

 

HIDDEN TARTU

End of November. Minus five. I come across
the Toome Hill between the ruins of the Swedish bastion
and Baer’s monument. The air is steaming
the soil and leaves are covered with white frost.
The weather is bright, the sun moves ascance somewhere
behind the old observatory. The colours are bright
slightly bluish. The treetops stretch themselves
out and the sky becomes higher and higher.
The two terracota towers of the cathedral
crane upwards, the valley behind it – Kassitoome –
seems to be sinking. The downtown chimneys
smoke, white thin threads that
go up in the air till they vanish. I notice
that somebody has put a giant pin into the hand of
Kristjan Jaak, a giant pin with its tip in the sky and
the point in the heart of the earth. The hidden vertical of Tartu.

Ensk þýðing: Kersti Unt

TIMO MARAN (f. 1975) er ljóðskáld og táknfræðingur. Hann er stundar rannsóknir við Háskólann í Tartu og hefur sent frá sér fjölda fræðigreina á sviði táknfræði, umhverfisrannsókna og bókmennta. Ljóðasöfn hans eru þrjú talsins og eru ljóðin flest náttúruljóð. Maran er meðlimur bókmenntahópsins Erakkond sem var stofnaður í Tartu 1995. Ljóð hans hafa verið þýdd á finnsku og ensku. Ljóðið Varjatud Tartu (Dulda Tartu) birtist fyrst í bókmenntatímaritinu Looming árið 2012 og var gefið út í tvímála útgáfu á eistnesku og ensku í bókinni Picture and Word. Crazy Tartu 2010-2012.

Höggmyndin er af Kristjan Jaak Peterson, skáldi sem í Eistlandi er þekktur sem faðir eistneskra bókmennta þar sem hann lagði þar fyrir sig að skrifa á eistnesku. Stafurinn sem hann ber í hendi tengist þekktri þjóðsögu um göngu hans frá Tartu til Riga þar sem hann skorti peninga fyrir öðrum ferðamáta. Áletrunin er brot úr einu ljóða hans, “Kuu” (Máni), en í lauslegri þýðingu segir þar “getur ekki tunga þessa lands, fædd af söngvi vindsins, risið upp til himins að leita eilífðarinnar.”

Ulyanovsk

Ulyanovsk í Rússlandi hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá 2015.

Tíu atriði um Bókmenntaborgina Ulyanovsk

Gala Uzryutova

Gala Uzryutova

ULYANOVSK. THE NAME UNDER THE SNOW

Lenin breathes under the snow
leninleninlenin
it melts, and he doesn’t
over the hill one can hear the river
will be able to enter into the river twice?
snow as a frozen light doesn’t crumble on everyone
city with someone else’s surname
Oblomov’s snowy footprints
melt and turn into the Volga

GALA UZRYUTOVA fæddist í Ulyanovsk árið 1983. Hún skrifar ljóð, leikrit og prósa. Fyrsta ljóðasafn hennar var gefið út hjá Russian Gulliver í Moskvu 2015. Gala hefur hlotið ljóðaverðlaun í Ulyanovsk sem nefnd eru eftir Nikolay Blagov og var tilnefnd til rússnesk-ítalskra verðlauna og Debut verðlaunanna í heimalandinu. Ljóð hennar hafa verið þýdd á þýsku og prósaverk á ítölsku.  Ljóðið er ort á ensku.