Bréf til Íslands

Ljóðskáldið Mary Pinkoski heimsótti Reykjavík á Vetrarhátíð í febrúar 2015. Hún orti ljóð til Íslands og flutti það í Ráðhúsi Reykjavíkur á ljóðadagskránni Ljósið læðist inn, sem Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO stóð fyrir. Þar komu einnig fram skáldin Anton Helgi Jónsson og Elías Knörr. Mary er borgarskáld Edmonton í Kanada og tók hún þátt í dagskránni Edmonton Calling.