Orðið flýgur um bæinn

Reykjavík bókmenntaborg UNESCO bauð upp á ljóðadagskrá á þjóðhátíðardeginum 2013. Ljóð fóru á stjá um borgina og fluttu leikkonurnar Thelma Marín Jónsdóttir, Hafdís Helga Helgadóttir og Katrín Helga Andrésdóttir úrval ljóða sem ort eru á lýðveldistímanum. Ljóðin „Voði" eftir Ágústínu Jónsdóttur og „Ljóð um góðar stelpur" eftir Kristínu Ómarsdóttur voru lesin upp við minnismerki um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (1856-1940), sem barðist fyrir réttindum kvenna á tuttugustu öld.