Orðið á götunni – Arnarbakki

Vegglistaverk eftir Evu Rún Snorradóttur og Bobby Breiðholt. Stærsta verkefni Bókmenntaborgarinnar á Lestrarhátíð 2016 var samstarf við sjö skáld og sjö myndlistamenn um gerð vegglistaverka sem sett voru upp í október víðsvegar um borgina. Verk Evu Rúnar og Bobbys, sem er óður til hverfandi hverfiskjarna, var á gafli verslunarkjarnans við Arnarbakka í Breiðholti.