Orðið á götunni – Hotel Marina

Vegglistaverkið Kona frá Póllandi eftir Ewu Marcinek og Wiolu Ujadowska. Stærsta verkefni Bókmenntaborgarinnar á Lestrarhátíð 2016 var samstarf við sjö skáld og sjö myndlistamenn um gerð vegglistaverka sem sett voru upp í október víðsvegar um borgina. Verk Ewu og Wiolu var á Icelandair Hotel Reykjavik Marina við Mýrargötu.