Orðið á götunni – Laugavegur

Vegglistaverk eftir Elías Knörr og Elínu Eddu. Stærsta verkefni Bókmenntaborgarinnar á Lestrarhátíð 2016 var samstarf við sjö skáld og sjö myndlistarmenn um gerð vegglistaverka sem sett voru upp í október víðsvegar um borgina. Verk Elíasar og Elínar Eddu, "Morgunsárið er furðufugl, var á húsi Kaffibrennslunnar á horni Laugavegs og Klapparstígs.