Ættkvísl: Úlfabaunir

Kitla að vídeóverki eftir Ástu Fanney Sigurðardóttur og Kött Grá Pje. Verkið var sýnt í Bíó Paradís miðvikudaginn 12. október 2016. Sýningin var á dagskrá Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg og unnu listamennirnir verkið fyrir hátíðina undir heitinu Orðið á götunni. Það var eitt af sjö verkum sem skáld og myndlistarmenn gerðu fyrir Lestrarhátíð og voru hin sex verkin vegglistaverk.