Beint í efni

Skólavörðustígur og Austurvöllur - Íslenskar skáldkonur

Þann 19. júní 2015, á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi, setti Bókmenntaborgin upp tvo skáldabekki til heiðurs íslenskum skáldkonum. Annar þeirra stendur við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg og hinn á Austurvelli.

Hér má finna upplestur úr verkum Svövu Jakobsdóttur, Vilborgar Dagbjartsdóttur, Kristínar Ómarsdóttur, Gerðar Kristnýjar, Sigurbjargar Þrastardóttur, Auðar Övu Ólafsdóttur, Valgerðar Þóroddsdóttur og Bjarkar Þorgrímsdóttur.

Hlustið á upplesturinn með því að smella á hnappinn, upplestur er í stafrófsröð eftir nafni höfundar.

Auður Ava Ólafsdóttir les úr skáldsögu sinni Afleggjarinn. Bjartur, 2007

Björk Þorgrímsdóttir les ljóð sitt „I“ úr bókinni Ljóð í leiðinni. Meðgönguljóð, 2013

Gerður Kristný les úr ljóðabók sinni Blóðhófnir. Mál og menning, 2010

Kristín Ómarsdóttir les ljóð sitt „Íslenskt ættjarðarljóð“ úr bókinni Sjáðu fegurð þína. Uppheimar, 2008

Sigurbjörg Þrastardóttir les ljóð sitt „Skipaskagi“ og brot úr smásögunni „Sveigðir hálsar“. Smásagan er óbirt en ljóðið er úr bókinni Hnattflug. JPV útgáfa, 2000

Svava Jakobsdóttir: „Endurkoma“ úr bókinni Undir eldfjalli. Forlagið, 1989. María Þórðardóttir les

Valgerður Þóroddsdóttir les ljóð sitt „Borgarbrim“ úr bókinni Ljóð í leiðinni. Meðgönguljóð, 2013

Vilborg Dagbjartsdóttir les ljóð sitt „Í japönskum þönkum“ og Lára Aðalsteinsdóttir les ljóð Vilborgar „Reynsla“ úr bókinni Fiskar hafa enga rödd. JPV útgáfa, 2004

Umsjón með upptökum höfðu Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.