Sleipnir verður til

Snemma árs 2014 var byrjað að huga að búningi fyrir Sleipni. Þórunn María Jónsdóttir búningahönnuður fékk það skemmtilega verkefni að breyta teiknimynd í lifandi veru.

Eftir að hafa skoðað teikningar af Sleipni og rætt við Gunnar Karlsson, sem teiknaði Sleipni, skapaði Þórunn fyrsta módelið og kynnti möguleg efni til að búa Sleipni til úr.

Sleipnir09B  Sleipnir - fyrsta leirmódelið   Sleipnir og Þórunn skaparinn  

 

Sleipnir er norrænn skáldfákur svo ákveðið var að sveipa hann íslenskri ull sem á var þrykkt slagorð hans: Komdu með á hugarflug. 

Skeipnir - Saumað  Sleipnir - Komdu með

Það var að mörgu að huga við gerð Sleipnis. Hann varð að vera sterkbyggður og sveigjanlegur, svo auðvelt væri að bregða sér í búninginn. Einnig lipur og sæmilega léttur. Til að ná fram þessum eiginleikum vann Þórunn María með Verkstæðinu og Fablab. Módel varð til, sem síðan var þrívíddarprentað, og úr varð búkur sem sæmir ljóðrænum fáki vel. Upphaflega átti Sleipnir að vera í einum hluta, eins og sést hér á myndunum, en í sköpunarferlinu breyttist það.

Sleipnir 3D módel  Sleipnir - 3D módel   

Hér fyrir neðan sést Sleipnir fullbúinn með Þórunni Maríu Jónsdóttur.

Sleipnir - heilsað í fyrsta sinn  Sleipnir-Harpa

Nú mætir Sleipnir á flesta bókmenntaviðburði á vegum Bókmenntaborgarinnar sem ætlaðir eru börnum. Hann er líka farinn að heimsækja leik- og grunnskóla og mun einnig birtast á bókmenntaviðburðum í Borgarbókasafni.

Reykjavik Reads 2014 Opening in Kringlan 028 -®Roman Gerasy
Hér er hann við opnum Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg í Kringlunni í október 2014.