Frá Barnamenningarhátíð 2014

Sleipnir lifnar við

Á Barnamenningarhátíð í Reykjavík í apríl 2014 birtist Sleipnir í fyrsta sinn. Honum var mjög vel tekið af gestum á setningu hátíðarinnar í Hörpu. Gestirnir voru nemendur í 4. bekk í grunnskólum Reykjavíkur.

Sleipnir bauð gesti velkomna í Hörpu og fékk mörg faðmlög frá spenntum aðdáendum. Mörg barnanna þekktu hann af bókamerkjum og veggspjöldum sem dreift hefur verið til grunnskóla í Reykjavík og frá heimsóknum á bókasöfn. Í barnadeildum Borgarbókasafnsins býður hann börn velkomin og hvetur þau til að koma með sér á hugarflug.
Sleipnir - Hópknús  Sleipnir-Harpa  Sleipnir - Knúsað