Sumarlestur Bókmenntaborga UNESCO

Sumarlestur

Bókmenntaborgin UNESCO eru nú tuttugu talsins eftir að níu borgir bættust í hópinn í desember á síðasta ári. Líkt og í fyrra hefur hópurinn útbúið lista með áhugaverðum bókum sem starfsmenn mæla með. Að þessu sinni tóku átján borgir þátt og eru bækurnar frá þessum ólíku Bókmenntaborgum af alls kyns toga.

Bækurnar eru hér í enskum útgáfum, ýmist þýðingar eða frumsamdar á ensku.

Baghdad, Írak:

Flowers of Flame

Flowers of Flames: Unheard Voices of Iraq. Ritstjórar: Sadek Mohammed, Soheil Najm, Haider Al-Kabi.
Ljóðasafn frá 2008 með ljóðum eftir írösk samtímaskáld sem takast á við veruleika dagsins í Írak.

Sjá um bókina á Goodreads

Barcelona, Spáni:

in-diamond-square1

In Diamond Square eftir Mercè Rodoreda. Ensk þýðing: Peter Bush.
Skáldsaga sem gerist í Barcelona á fyrri hluta 20. aldar, á tímum borgarastyrjaldarinnar. Bókin hefur komið út í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar sem Demantstorgið.

Sjá um Demantstorgið á vef Forlagsins

Dublin, Írlandi:

The Green Road

The Green Road eftir Anne Enright.
Skáldsaga sem spannar 30 ára tímabil og segir sögu Rosaleen og fjölskyldu hennar á Írlandi og víða um heim.

Sjá um The Green Road á Goodreads

Dunedin, Nýja Sjálandi:

An Angel at my Table

An Angel at My Table eftir Janet Frame.
Sjálfsævisaga þessa þekkta nýsjálenska höfundar. Sagan hefur einnig verið kvikmynduð með sama titli.

Sjá um bókina á Goodreads

Edinborg, Skotlandi:

Sunlight Pilgrims

Sunlight Pilgrims eftir Jenni Fagan.
Skáldsaga sem gerist í hjólhýsabyggð í Skotlandi. Jenni Fagan komst á lista Granta yfir áhugaverðustu ungu höfundana í Bretlandi árið 2013.

Sjá um bókina á Goodreads

Granada, Spáni:

Duende

In Search of Duende eftir Federico García Lorca.
Safn með ritgerðum eftir García Lorca, ásamt ljóðum og prósa. Viðfangsefnið er það sem kallast á spænsku „duende”, einhvers konar djúp hrifning eða tilfinning sem erfitt er að skýra.

Sjá um bókina á Goodreads

Heidelberg, Þýskalandi:

Hans Thill

Dunlop eftir Hans Thill.
Ljóðabók.

Iowa City, Bandaríkjunum:

What Belongs to You

What Belongs to You eftir Garth Greenwell.
Skáldsaga frá 2016 um samkynhneigðan mann og tilvistarvanda hans. Þetta er fyrsta skáldsaga Garth Greenwell og hefur hún hlotið mikla athygli.

Sjá um bókina á Goodreads

Kraká, Póllandi:

Madame

Madame eftir Antoni Libera.
Skáldsaga um ást nemanda á kennara sínum á Sovéttímanum í Póllandi. Sagan hlaut virt bókmenntaverðlaun í heimalandinu og var tilnefnd til IMPAC Dublin verðlaunanna.

Sjá um Madame á Goodreads

Ljubljana, Slóveníu:

Law of Desire

Law of Desire eftir Andrej Blatnik.
Smásagnasafn frá 2000 með sautján sögum eftir Blatnik sem fjalla um nútíma borgarlíf. Bókin sló í gegn heima fyrir.

Sjá um bókina á Goodreads

Lviv, Úkraínu:

Moses

Ivan Franko: Moses and Other Poems.
Ivan Franko er úkraínskt skáld og samfélagsrýnir frá 19. öld.

Moses and Other Poems á Goodreads

Melbourne, Ástralíu:

Hot Little Hands

Hot Little Hands eftir Abigail Ulman.
Smásagnasafn með sögum um ungar konur sem hefur vakið mikla athygli í Ástralíu.

Sjá um bókina á Goodreads

Norwich, Englandi:

the-essex-serpent-sarah-perry

The Essex Serpent eftir Söruh Perry.
Söguleg skáldsaga sem gerist í London og Essex undir lok 19. aldar og lýsir óvæntu og óvenjulegu ástarsambandi.

Sjá grein um bókina í Guardian

Nottingham, Englandi:

Smart

Smart eftir Kim Slater.
Skáldsaga sem hefur verið mælt með fyrir þá sem hrífast af bókinni A Curious Incident of the Dog in the Night-Time. Verðlaunasaga og tilnefnd til fjömargra verðlauna í flokki bóka fyrir ungt fólk.

Sjá meira á vefsíðu Kim Slater

Óbidos, Portúgal:

oblivion-pic

General Theory of Oblivion eftir José Eduardo Agualusa.
Skáldsaga frá 2012 sem var m.a. tilnefnd til Man Booker verðlaunanna. Sagan segir frá konunni Ludo sem lokar sig inni í íbúð sinni í 30 ár og í gegnum hana kynnumst við sögu fyrrum nýlendu Portúgals, Angola.

Sjá um bókina á Goodreads

Reykjavík, Íslandi:

Snowblind

Snowblind eftir Ragnar Jónasson.
Snjóblinda er glæpasaga sem gerist á Siglufirði. Bókin er sú fyrsta í seríu sem á ensku kallast Dark Iceland Series og hefur hún hlotið lof gagnrýnenda og komist á sölulista í enskumælandi löndum.

Vefur Ragnars Jónassonar

Tartu, Eistlandi:

Same River

The Same River eftir Jaan Kaplinski.
Sjálfsævisöguleg skáldsaga frá 2007 sem gerist í Tartu á sjöunda áratug síðustu aldar.

Sjá meira um bókina og Jaan Kaplinski

Ulyanovsk, Rússlandi:

GONCHAROVoblomovPenguin

Oblomov eftir Ivan Goncharov.
Klassísk skáldsaga frá 1859. Titilpersónan Oblomov  er hefðarmaður og ónytjungur og hefur bókinni verið lýst sem satíru sem var beint að rússnesku yfirstéttinni á ritunartíma bókarinnar.

Sjá meira um Oblomov á Goodreads