Beint í efni

Sumarlestur Bókmenntaborga UNESCO

Bókmenntaborgir UNESCO, sem nú eru tuttugu og átta talsins, taka jafnan saman lista yfir áhugaverðar bækur eftir höfunda frá viðkomandi borgum eða löndum. 

Nú í sumar tóku átján borganna þátt og mæla starfsmenn þeirra með eftirtöldum bókum. Hér eru bækurnar nefndar í enskum þýðingum, hafi þær ekki verið skrifaðar á ensku, nema sú norska sem hefur komið út í íslenskri þýðingu.

Barcelona Á Spáni

Death in Spring eftir Mercè Rodoreda. Martha Tennent þýddi á ensku. Á frummálinu heitir bókin La mort i la primavera og kom hún út á katalónsku árið 1986.

Dimm og draumkennd þroskasaga unglings í katalónsku fjallaþorpi.

Á íslensku hefur komið út bókin Demantstorgið eftir Rodoreda í þýðingu Guðbergs Bergssonar.

Bucheon í S-Kóreu

A Distant and Beautiful Place eftir Yang Kwija. Kim So-Young og Julie Pickering þýddu á ensku.

Tengdar smásögur sem birta óbilandi bjartsýni og lífsþorsta kóreönsku þjóðarinnar. 

Dunedin á Nýja Sjálandi

Go Girl: A Storybook of Epic New Zealand Women eftir Barböru Else.

Fagurlega myndskreytt sögubók af nýsjálenskum konum með sterkum boðskap til stelpna.

Melbourne í Ástralíu

The Bookshop of the Broken Hearted eftir Robert Hillman.

Fallega skrifuð og áleitin saga um ást, missi og endurlausn. 

Lillehammer í Noregi

Einn af okkur: Saga af samfélagi eftir Åsne Seierstad. Sveinn H. Guðmarsson þýddi á íslensku.

Sönn saga um einn hræðilegasta viðburð okkar tíma, voðaverkin í Noregi 2011.

Kraká í Póllandi

The Old Axoloti eftir Jacek Dukaj. Stanley Bill þýddi á ensku.

Vísindaskáldsaga sem gerist í heimi þar sem öllu lífi hefur verið eytt. Spurt er hvað geri okkur mennsk og hvort við getum komið í veg fyrir endalok mannkyns. 

Ulynovsk í Rússlandi

The Frigate Pallada eftir Ivan Goncharov. Stanley Bill þýddi á ensku.

Bókin segir frá könnunarleiðangri Goncharovs en hún kom fyrst út fyrir 160 árum.

Nottingham á Englandi

Words Best Sung eftir Lee Stuart Evans. 

Þroskasaga sem gerist í Nottingham á sjöunda áratug síðustu aldar. Bók sem er í senn angurvær, skemmtileg og áhrifamikil og á vel við okkar tíma. 

Ljubljana í Slóveníu

The Harvest of Chronos eftir Mojca Kumerdej. Rawley Grau þýddi á ensku.

Fyndin og einstök söguleg og heimspekileg skáldsaga um Mið-Evrópu á 16. öld.

Utrecht í Hollandi

In Lucya's Eyes eftir Arthur Japin. David Colmer þýddi á ensku.

Sagan gerist í Amsterdam árið 1758 og segir (skáldaða) sögu af Lucyu, einni af fyrstu ástkonum Casanova.

Heidelberg í Þýskalandi

The Last Journey of Soutine eftir Ralph Dutli. 

Söguleg skáldsaga um sára útlegð og mátt myndlistarinnar.

Lviv í Úkraínu

The Grand Harmony eftir Bohdan Ihor Antonych.

Trúarleg ljóð um leið höfundarins að trúnni og feril hans að því að verða eitt merkasta ljóðskáld sinna tíma.

Tartu í Eistlandi

Walker on Water eftir Kristiinu Ehin. Ilmar Lehtpere þýddi á ensku.

Safn ljóða og prósa þar sem fantasía og súrrelismi blandast nútímaraunsæi. 

Obidos í Portúgal

Baltasar and Blimunda eftir José Saramago. Giovanni Pantiero þýddi á ensku.

Átjándu aldar ástarsaga sem fléttast við sögu af byggingu klaustursins í Mafra, sem nú er einn helsti ferðamannastaður Portúgals.

Manchester á Englandi

The Life-Writer eftir David Constantine.

Eftir dauða eiginmannsins ákveður ævisagnaritari að skoða þá þætti í lífi hans sem hún þekkti ekki, m.a. ferð sem hann fór í löngu áður en þau hittust.

Edinborg í Skotlandi

The Other Mrs. Walker eftir Mary Poulson-Ellis.

Öðruvísi krimmi með óvæntum snúningum og flækjum.

Granada á Spáni

Poet in Spain eftir Federico García Lorca.

Nýjar þýðingar ljóðskáldsins Söruh Arvio á ljóðum Lorca.

Reykjavík

Children in Raindeer Woods (Hér) eftir Kristínu Ómarsdóttur. Lytton Smith þýddi á ensku.

Ljóðræn skáldsaga um fáránleika stríðs og leyndardóma bernskunnar.