Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Í dag var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Þetta því í 28. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna. Sambærileg verðlaun eru veitt af útgefendafélögum í bæði Svíþjóð og Noregi. Sænsku verðlaunin eru jafn gömul þeim íslensku, voru stofnuð árið 1989, og bera nafnið Augustpriset (http://www.augustpriset.se/) en þau voru veitt sl. mánudag.  Norsku verðlaunin heita Brageprisen (http://brageprisen.no/) og voru þau veitt í síðustu viku.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðirita og bóka almenns efnis í ár:

Árni Heimir Ingólfsson fyrir verkið Saga tónlistarinnar
Útgefandi: Forlagið

Bergsveinn Birgisson fyrir verkið Leitin að svarta víkingnum
Útgefandi: Bjartur

Guðrún Ingólfsdóttir fyrir verkið Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Ragnar Axelsson fyrir Andlit norðursins
Útgefandi: Crymogea

Viðar Hreinsson fyrir verkið Jón lærði og náttúrur náttúrunnar
Útgefandi: Lesstofan

Dómnefnd skipuðu:
Aðalsteinn Ingólfsson, formaður nefndar, Hulda Proppé og Þórunn Sigurðardóttir

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

Hildur Knútsdóttir fyrir Vetrarhörkur
Útgefandi: JPV útgáfa

Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir fyrir Doddi : bók sannleikans!
Útgefandi: Bókabeitan

Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fyrir Íslandsbók barnanna
Útgefandi: JPV

Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson fyrir Vargöld : fyrsta bók
Útgefandi: Iðunn

Ævar Þór Benediktsson fyrir Vélmennaárásin
Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu:
Árni Árnason, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Sigurjón Kjartansson.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Steinar Bragi fyrir Allt fer
Útgefandi: Mál og menning

Sjón fyrir Ég er sofandi hurð (Co Dex 1962)
Útgefandi: JPV útgáfa

Guðrún Eva Mínervudóttir fyrir Skegg Raspútíns
Útgefandi: Bjartur

Auður Ava Ólafsdóttir fyrir Ör
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Sigurður Pálsson fyrir Ljóð muna rödd
Útgefandi: JPV útgáfa

Dómnefnd skipuðu:
Knútur Hafsteinsson, formaður nefndar, Helga Ferdinandsdóttir og og Jórunn Sigurðardóttir

tilnefndar bækir til Íslensku bókmenntaverðlaunna 2016

Formenn dómnefndanna þriggja sem valið hafa tilnefningarnar, munu svo koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.