Tilnefnt til Barna- og unlingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

nordico

Tólf bækur hafa verið tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Tilkynnt var um valið á alþjóðlegu barnabókamessunni í Bologna á Ítalíu í dag, þann 5. apríl.

Eftirtalin verk eru tilnefnd:

Barnabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2017

Danmörk:

Dyr med pels – og uden. Hanne Kvist, Gyldendal, 2016.

Hjertestorm – Stormhjerte. Annette Herzog, Katrine Clante (myndskr.) og Rasmus Bregnhøi (myndskr.), Høst & Søn, 2016.

Finnland:

Vildare, värre, Smilodon. Minna Lindeberg og Jenny Lucander (myndskr.), Förlaget, 2016.

Yökirja. Inka Nousianinen og Satu Kettunen (myndskr.), Tammi, 2015.

Færeyjar:

Hon, sum róði eftir ælaboganum. Rakel Helmsdal, Bókadeild Føroya Lærarafelags, 2014.

Ísland:

Enginn sá hundinn. Hafsteinn Hafsteinsson, Mál og menning, 2016.

Úlfur og Edda: Dýrgripurinn. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Bókabeitan, 2016.

Noregur:

Far din. Bjørn Ingvaldsen, Gyldendal Norsk Forlag, 2016.

Ungdomsskolen. Anders N. Kvammen, No Comprendo Press, 2016.

Samíska málsvæðið:

Luohtojávrri oainnáhusat. Kirste Paltto, Davvi Girji, 2016.

Svíþjóð:

Djur som ingen sett utom vi. Ulf Stark og Linda Bondestam (myndskr.), Förlaget Berghs, 2016.

Ormbunkslandet. Elin Bengtsson, Natur & Kultur, 2016.

Hvert land tilnefndir sína fulltrúa til verðlaunanna. Þann 1. nóvember verður tilkynnt hvaða bók hlýtur verðlaunin í ár á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki.