Beint í efni

Tjörnin - Tómas Guðmundsson

Hér við styttu Tómasar Guðmundssonar má hlusta á Hjalta Rögnvaldsson flytja ljóðin „Hótel jörð“ og „Við Vatnsmýrina“ úr bókinni Fagra veröld, sem kom út í Reykjavík árið 1933.

Íslensk skáld byrjuðu seint að nýta sér borgina sem yrkisefni, en Tómas var á meðal þeirra fyrstu sem tóku skrefið og hefur því löngum borið titilinn „borgarskáldið“. Stytta hans hér við Tjörnina var afhjúpuð 2. desember 2010. Höfundur hennar er myndhöggvarinn Halla Gunnarsdóttir.

Lestur: Hjalti Rögnvaldsson
Umsjón með upptökum hafði Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins