Bókmenntaborgir UNESCO

Bókmenntaborgir UNESCO

Bókmenntaborgirnar hafa það að markmiði að styrkja tengsl sín á milli, vinna að sameiginlegum verkefnum, deila reynslu og hugmyndum og efla þannig alþjóðlega samvinnu á sviði bókmennta og orðlistar. Þótt áherslur og verkefni séu ólík milli borga eiga Bókmenntaborgir UNESCO það allar sameiginlegt að þær vinna að því að renna frekari stoðum undir bókmenninguna í sínu nærumhverfi með góðri samvinnu við aðra á sviðinu. Bókmenntaborgir UNESCO eru hluti af neti Skapandi borga UNESCO.

Reykjavík var fimmta borgin í heiminum til að hljóta titilinn Bókmenntaborg UNESCO í ágúst árið 2011 og fyrsta borgin utan ensks málsvæðis sem fékk titilinn.  

Hér er að finna systurbókmenntaborgir Reykjavíkur, smelltu á mynd til að kynnast Bókmenntaborgunum betur:

Edinburgh City of Literature Dublin City of Literature Iowa City of Literature  Krakow Dunedin granada heidelberg Prague_1

Í desember 2015 bættust eftirtaldar borgir í hópinn:

Baghdad Barcelona ljubljana Lviv montevideo Nottingham  obidos  Tartu Ulyanovsk