Tilvitnanir í rithöfunda

Hér á síðunni er að finna tilvitnanir úr verkum íslenskra rithöfunda.

Guðmundur Andri Thorsson

gudmundurandri 2

„Vogarnir eru ekki lengur úthverfi en urðu samt aldrei innhverfi. Hverfið var á jaðrinum en þokaðist aldrei nær miðjunni þegar borgin óx til austurs – heldur hvarf í gróðurþykkni.“

Einar Már Guðmundsson

einarmargudmundsson[1]

„Og hafið … // þar sem almættið speglar ásjónu sína / blint einsog öldurótið í sálinni / úfið með gráa drauma í fanginu / og framandi orð á vör.“

Hannes Pétursson

hannespetursson2[1]

“Þú spyrð mig um haustið. Það kemur og eignar sér engin / sem ilma nú vel eftir sláttinn með sílgrænar lanir. / Það kemur og reikar á nóttunni niður við á”

Pétur Gunnarsson

Pétur Gunnarsson

„þetta er mitt land / og þarna á ég heima /einhversstaðar í öllu þessu grjóti á ég heima / þarna er hlátur minn og grátur / spurn mín og svar“

Tómas Guðmundsson

Tomas_Gumundsson 3

„Og upp úr regninu rís hin unga borg, / rjóð og tær eins og nýstigin upp af baði. / Og sólin brosir á sínu himneska hlaði / og horfir með velþóknun yfir stræti og torg.“

Halldór Laxness

HKL

„Það er auðvelt að vera seinnitímamaður og finna upp skothvellinn þegar aðrir hafa fundið upp púðrið.”

Halldór Laxness

laxness

„Gættu þín fyrir náttúrunni, því þótt hún sé fögur, þá er hún ekki miskunnsöm.”

Halldór Laxness

laxness

„Fróðir menn segja mér að ég muni ekki hafa fæðst í timburhúsinu uppí lóðinni á Laugavegi 32 þar sem stelpan missti mig útum gluggann, heldur muni það hafa gerst í steinbænum fast við götuna þar sem kötturinn stökk uppí vögguna til að læsa klónum í andlitið á barninu meðan það svaf; og var heingdur fyrir vikið.”

Halldór Laxness

HKL

„Þú getur haft mig fyrir því, að frelsið er meira vert en lofthæðin í bænum …”