Bókaútgáfa

Bókaútgáfa á Íslandi

Óvíða í heiminum eru eins margir titlar gefnir út miðað við höfðatölu og á Íslandi. Samkvæmt Hagstofunni koma út fimm titlar á hverja þúsund íbúa, en sambærilegar tölur frá hinum Norðurlöndunum eru tveir til tveir og hálfur á hverja þúsund íbúa. Meðalupplag skáldverka er eitt þúsund eintök, sem jafngildir milljón eintökum í Bandaríkjunum svo dæmi sé tekið. Þótt ekki séu til opinberar tölur um fjölda þeirra sem starfa í bókmenntageiranum er ljóst að hér starfa óvenju margir að útgáfu bóka. Í Félagi íslenskra bókaútgefenda eru nú 37 fyrirtæki, en sú tala hefur staðið nokkuð í stað undanfarin ár. Þetta segir þó aðeins hálfa söguna því alls kyns aðrir aðilar standa í bókaútgáfu á ári hverju. Í árlegum Bókatíðindum, sem félagið gefur út og dreifir frítt á öll heimili í landinu, eru flestar þær bækur kynntar sem taldar eru eiga erindi á almennan markað. Árið 2010 voru til að mynda 678 titlar kynntir af 127 útgefendum, en flestir þeirra eru skráðir í Reykjavík.

Helstu bókaútgáfur á höfuðborgarsvæðinu:

Bjartur
Útgáfur: Bjartur /Veröld

Crymogea

Dimma

Edda

Forlagið
Útgáfur: JPV/Mál og menning/
Vaka-Helgafell/Iðunn

Háskólaútgáfan

Hið íslenska bókmenntafélag

Hólar

IÐNÚ

Jentas

Lesstofan 

Meðgönguljóð

Námsgagnastofnun

Ormstunga

Óðinsauga

Sagarana editora forlag

Salka

Sena

Setberg

Skálholtsútgafan

Skólavefurinn

Skrudda

Steinegg

Sögufélagið

Sögur

Ugla

Unga ástin mín

Útúrdúr

Æskan