Viðburðir

Sunday, 22. January 2017 kl. 15:00

Sverðin þrjú - sagnalist fyrir alla fjölskylduna

the-three-swords-image-640x412

Sunnudaginn 22. janúar verður fjölskyldusýning með sagnakonunni Emily Hennessey í Norræna húsinu.

Tungumál: enska. Miðaverð er 1000 kr. og fást miðar við innganginn og á Tix.is.

EMILY HENNESSEY er fádæma góður sögumaður, hugmyndarík, fróð og heillandi. Emily segir goðsögur, þjóðsögur, ævintýri og dæmisögur frá öllum heimshornum. Hún er sænsk að uppruna og með mikla ástríðu fyrir norrænni goðafræði. Emily hefur einstakan frásagnarstíl og með grípandi og skemmtilegri uppbyggingu heldur hún áhorfendum á öllum aldri spenntum fyrir framhaldinu.

Emily hefur sagt sögur í fimmtán ár og ferðast um allan heim. Nýlega kom hún fram í Delhi á sérstakri hátíð í sagnalist (e. Storytelling Festival). Hún hefur unnið í mörgum þektum leikhúsum, sem dæmi má nefna Royal Opera House, Soho leikhúsinu og Víkingaskipasafninu í Danmörku.

Sjá nánar um Emily Hennessey á heimasíðu hennar

Emily Hennessey er einnig með sýninguna LOKI þann 24. janúar kl.20:00.

Nánar
Tuesday, 24. January 2017 kl. 20:00

Loki – Sagnalist með Emily Hennessey

emily-hennessey-1-1220x550

Sagnakonan Emily Hennessey flytur verkið Loki í Norræna húsinu þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00.

Miðaverð er 1000 kr. Miðar fást við innganginn og áTix.is

EMILY HENNESSEY er fádæma góður sögumaður, hugmyndarík, fróð og heillandi. Emily segir goðsögur, þjóðsögur, ævintýri og dæmisögur frá öllum heimshornum. Hún er sænsk að uppruna og með mikla ástríðu fyrir norrænni goðafræði. Emily hefur einstakan frásagnarstíl og með grípandi og skemmtilegri uppbyggingu heldur hún áhorfendum á öllum aldri spenntum fyrir framhaldinu.

loki-image-512x640

Emily hefur sagt sögur í 15 ár og ferðast um allan heim. Nýlega kom hún fram í Delhi á sérstakri hátíð í sagnalist (e. Storytelling Festival). Hún hefur unnið í mörgum þektum leikhúsum, sem dæmi má nefna Royal Opera House, Soho leikhúsinu og Víkingaskipasafninu í Danmörku.

Emily verður einnig með fjölskyldusýningu 22. janúar kl. 15:00.

Sjá meira um Emily Hennessey á heimasíðu hennar

Nánar
Friday, 27. January 2017 - Sunday, 19. February 2017 kl. Allan daginn

Allir lesa - landsleikur í lestri

Allirlesa2

Allir lesa, landsleikur í lestri er nú haldinn í þriðja sinn og hefst á föstudaginn 27. janúar, og stendur út þorra eða til konudagsins 19. febrúar. Allir lesa er leikur í lestri og geta allir sem vilja tekið þátt. Það eina sem fólk þarf að gera er að vera skráður inn á allirlesa.is, mynda lið og byrja að lesa. Leikurinn er hvatning til að lesa meira og er keppt í því hver les mest.

Hægt er að keppa sem einstaklingur eða í liði. Liðakeppnin skiptist í tvo flokka: vinnustaðaflokk og opinn flokk og er keppnin tilvalin leið til að skemmta sér við lestur um leið og keppt er til sigurs. Hægt er að mynda lið á vinnustaðnum, með fjölskyldunni, leshringnum eða hverjum sem lesa vill.

Auðvelt er að skrá sig til leiks og hægt að skrá sig til keppni allt tímabilið. Allar bækur eru gjaldgengar, óháð efni og tungumáli og er það sá tími sem varið er í lestur sem skiptir máli. Aðalatriðið er að skemmta sér við lesturinn, hvort sem matreiðslubækur, skáldsögur, skýrslur eða ljóðabálkar verða fyrir valinu. Lesum til sigurs!

Aðstandendur Allir lesa eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, með stuðningi frá Reykjavíkurborg og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Nánar