Hugvísindaþing

Saturday, 11. March 2017, 13:00 - 17:00
Háskóli Íslands, Aðalbygging, Sæmundargötu 2 Reykjavík

Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Þingið var fyrst haldið árið 1996 og verður því 21 árs árið 2017.

Hugvísindaþing 2017 fer fram dagana 10. og 11. mars. Boðið er upp á 42 málstofur með hátt í 150 erindum.

Þingið verður sett kl. 12 föstudaginn 10. mars í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu. Að því loknu heldur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hátíðarerindi og eftir það hefjast málstofur.

Hugvísindaþing

Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á vefsíðu Hugvisindaþings.