Bókaspjall milli skáldkvenna

Thursday, 12. January 2017, 20:00 - 21:00
Hannesarholt, Grundarstíg 10 Reykjavík

Bókaspjall með þremur skáldkonum

Auður Jónsdóttir og Vigdís Grímsdóttir spjalla við Kristínu Ómarsdóttur í Hannesarholti fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.

Elsku Drauma mín er ævisaga, skrifuð af skáldkonu, en Ósjálfrátt er skáldsaga, byggð á ævi skáldkonu. Báðar spretta þessar bækur þó úr sama jarðveginum, nánast úr sama kviðnum ef það er satt að barn sé upphaflega eggið úr ömmu sinni. Í báðum sögunum bregður Draumu leynt og ljóst fyrir en með ólíkum hætti.

Auður Jónsdóttirvigdisgrims[1]
Hver er munurinn á því að skrifa ævisögu og skáldsögu? Þær Vigdís Grímsdóttir og Auður Jónsdóttir ræða reynslu sína af því að fanga sömu bráðina í net ólíkra forma. Ef þau eru þá svo ólík, eftir allt saman. Þriðja skáldkonan, Kristín Ómarsdóttir, leiðir umræðurnar og yfirheyrir þær eftir bestu getu – vonandi með dyggri aðstoð áhorfenda.
Kristín Ómarsdóttir
Veitingastofan í Hannesarholti  opnar kl. 18 fyrir þá sem vilja gera sér dagamun og taka kvöldið snemma. Í boði er ljúffengt fiskmeti. Athugið að nauðsynlegt er að panta fyrir hádegi samdægurs á hannesarholt@hannesarholt.is eða í síma 511 1904.