Elsku Drauma mín

Tuesday, 7. March 2017, 19:30
Bókasafn Seltjarnarness, Eiðistorgi 11 Seltjarnarnesi

Þriðjudaginn 7. mars kl. 19:30 mæta vinkonurnar og höfundar bókarinnar Elsku Drauma mín, þær Vigdís Grímsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, í Bókasafn Seltjarnarness og ræða bókina.

Í henni fer Sigga á kostum þegar hún lætur hugann reika um víðan völl – allt frá æskuheimilinu á Gljúfrasteini, móðurinni, Auði Laxness, föðurnum, Halldóri Laxness, og systurinni Guðnýju – fram til þeirrar kyrrðarstundar þegar hún vill fá að eldast í friði, án athugasemda. Bókin hefur hlotið góðar viðtökur og lýsir á skemmtilegan hátt tíðaranda sögusviðsins.