Höfundakvöld Iceland Writers Retreat

Tuesday, 4. April 2017, 20:00 - 22:00
Iðnó, Vonarstræti 3 Reykjavík

Iðnó

Þriðjudaginn 4. apríl verður bókmenntakvöld í Iðnó með höfundum sem taka þátt sem leiðbeinendur í Iceland Writers Retreat í ár.

Þetta eru þau Paula McLain, Madeleine Thien, David Lebovitz, Vilborg Davíðsdóttir, Meg Wolitzer, Nadifa Mohamed, Esi Edugyan, Chris Cleave, Bret Anthony Johnston, Claudia Casper, Carsten Jensen og Paul Murray.

Upplestri og umræðum stýrir Egill Helgason. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Rithöfundabúðirnar Iceland Writers Retreat verða haldnar í fjórða sinn á Íslandi dagana 5.-9. apríl 2017. Víðfrægir höfundar hvaðanæva að úr heiminum leiðbeina þar þátttakendum á málstofum um ritlist og bókaskrif. Í Iðnó gefst einstakt tækifæri til að hitta höfundana og hlýða á þá lesa úr verkum sínum.

Sjá nánar um höfundana hér á vef Iceland Writers Retreat

Bókmenntakvöldið er haldið í samvinnu við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.