Lestrarátak Ævars vísindamanns – Úrslit

Wednesday, 8. March 2017, 14:30
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15 Reykjavík

Hverjir verða persónur í næstu bók Ævars?

Plakat

Miðvikudaginn 8. mars kemur í ljós hvaða þátttakendur í lestrarátaki Ævars vísindamanns hrósa því happi að nöfn þeirra verði dregin úr lestrarátakspottinum. Þessir ljónheppnu krakkar verða svo gerð að persónum í nýrri bók eftir Ævar Þór Benediktsson, Gestir utan úr geimnum, sem kemur út í maí.

Krakkar í grunnskólum landsins, ásamt íslenskum krökkum um allan heim, hafa tekið þátt og verða nöfn fimm þeirra dregin úr pottinum í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu 15 kl. 14:30. Sú nýlunda verður höfð á þetta árið að Ævar mun ekki sjálfur draga nöfnin úr pottinum, heldur mun forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, sjá um það.

Allir eru velkomnir.

Þetta er í þriðja skiptið sem átakið er haldið, en fyrri tvö átökin gengu einstaklega vel og voru yfir 114 þúsund bækur samtals lesnar í þeim.

Vefur Lestrarátaks Ævars vísindamanns