Markaðsfræði og þýðingar – Halldór Kiljan Laxness

Friday, 13. January 2017, 12:00 - 13:00
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41 Reykjavík

Mynd af Vilhjálmi Bjarnasyni
Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður og lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, heldur erindi á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur föstudaginn 13. janúar sem hann nefnir „Markaðsfræði og þýðingar. Heimsborgarinn Halldór Kiljan Marie Pierre Laxness.“

Viðburðurinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12-13.

Í erindinu verður fjallað um vanda skáldsins við að koma bókum sínum á erlenda markaði mest allan rithöfundarferil skáldsins, meðal annars með þýðingum úr millimáli.

Vilhjálmur veltir upp þeim vandamálum, sem þýðendur standa andspænis við þýðingu á verkum skáldsins á erlend mál.

Bent er á að aðeins mjög fáir einstaklingar höfðu getu til að þýða bókmenntir úr íslensku á erlend mál þar til seint á síðustu öld og mikið af þýðingum á verkum Halldórs er úr öðru máli en íslensku.

Vilhjálmur getur sér til hvaða áhrif kennsla í íslensku fyrir erlenda stúdenta hér á landi og erlendis hefur á möguleika íslenskra rithöfunda til að fá gefin út verk sín utan Íslands.

Allir eru velkomnir.

Viðburður í Bókmenntaborg