Á morgun er aldrei nýr dagur

Wednesday, 22. February 2017, 17:00 - 18:00
Kaffislippur, Hótel Marina v. Mýrargötu Reykjavík

Mynd af bókarkápunni Á morgun er aldrei nýr dagur

Á morgun er aldrei nýr dagur

Upplestur og kynning á bókinni Á morgun er aldrei nýr dagur. Höfundarnir Charlotta Rós Sigmundsdóttir og Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir lesa upp úr bókinni og Sunna
Dís Másdóttir verkefnastjóri kynnir bókina sem kom í desember síðast liðnum. Þær Charlotta Rós, Þórhildur og Sunna svara spurningum og ræða við gesti um verkefnið að upplestrinum loknum.

Um verkið

Safnritið, Á morgun er aldrei nýr dagur er afrakstur ritlistarverkefnisins á öllum Norðurlöndunum og fjallar um hvernig það er að alast upp í fátækt á Norðurlöndunum.
Ungmenni frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, Færeyjum og Íslandi tóku þátt í verkefninu. Hóparnir hittust hver í sínu landi í ritsmiðjum og síðan saman í Svíþjóð þar sem textar þeirra voru fullunnir fyrir bókina.
Verkefnið var stutt með ritsmiðjunum forlagsins Ordskælv í Kaupmannahöfn og gefin út af því, en forlagið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur beinir sjónum sínum að ungum rithöfundum. Norræna barna- og ungmennanefndin (NORDBUK) og Norræna ráðherranefndin um menningarmál höfðu frumkvæði að verkefninu. Norræna húsið hefur umsjón með framkvæmd verkefnisins á Íslandi.

Útkoman er falleg og áhrifamikil bók um annars konar Norðurlönd. Hér er þeim Norðurlöndum, sem enginn vill tala um, ljáð sterk rödd. 24 norænnir höfundar segja reynslu sína af því að alast upp við fátækt. 24 norrænir listamenn (meðal annarra John Kørner, Gabríela Friðriksdóttir, Hannu Väisänen og Patrik Gustavsson) hafa lagt verkefninu lið með myndskreytingum sem voru unnar sérstaklega fyrir bókina.
Íslensku höfundarnir eru Alexandra Melkorka Róbertsdóttir, Charlotta Rós Sigmundsdóttir, Sara Dögg Helenardóttir og Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir.

Íslensku höfundarnir Alexandra Melkorka Róbertsdóttir, Charlotta Rós Sigmundsdóttir, Sara Dögg Helenardóttir og Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir.
Íslensku höfundarnir Alexandra Melkorka Róbertsdóttir, Charlotta Rós Sigmundsdóttir, Sara Dögg Helenardóttir og Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir við útgáfu bókarinnar í Helsinki í nóvember 2016.

 

Viðburðurinn fer fram á íslensku.

Bókin verður til sýnis á staðnum.
Hægt er að panta eintak af henni í gegnum forlagið á síðunni www.ordskaelv.org á 350 danskar krónur með burðargjaldi.

Viðburður í Bókmenntaborg