Söguhringur kvenna

Sunday, 2. April 2017, 13:30 - 16:30
Borgarbókasafn Reykjavíkur – Aðalsafn, Tryggvagötu 15 Reykjavík

Söguhringur kvenna

Söguhringur kvenna býður konum að kynnast nýju og spennandi verkefni sem hefst næsta haust. Kynning verður haldin í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu 15 sunnudaginn 2. apríl kl. 13:30. Fundurinn fer fram á 6. hæð og verður boðið upp á kaffi og með því.

Lilianne van Vorstenbosch listakennari, sem áður hefur leitt konur söguhringsins í listrænum verkverkum, mun vera í fararbroddi í nýju verkefni sem konum býðst að taka þátt í . Með aðstoð Lilianne hafa konur í söguhringnum breytt útliti Reykjavíkur í listaverki og útliti Íslands í verki sem var unnið fyrir Kaffitár. Í báðum málverkunum tóku konur allstaðar að þátt í að mála persónulegar myndir á bakgrunnsmynd af Reykjavík eða Íslandi. Myndirnar tákna þær sjálfar eða tengsl þeirra við heimaland sitt.

Í fyrirhuguðu verki verður fengist við mismunandi sýn okkar á heiminn sem við búum í.

Þátttakendur þurfa ekki að vera listamenn, allar geta verið með án tillits til þess hvort þær hafi málað áður eða ekki. Þátttakendur læra einfalda punktamálunartækni til að geta sett sitt mark á heiminn. Allar konur eru hvattar til að koma, hitta nýtt fólk og að fá kynningu á þessu nýja og spennandi verkefni.

Allar konur eru velkomnar!

Sjá nánar um Söguhring kvenna hér eða fylgist með starfinu í Facebook-hópnum Söguhringur kvenna/The Women’s Story Circle