Sverðin þrjú – sagnalist fyrir alla fjölskylduna

Sunday, 22. January 2017, 15:00
Norræna húsið, Sturlugötu 5 101

the-three-swords-image-640x412

Sunnudaginn 22. janúar verður fjölskyldusýning með sagnakonunni Emily Hennessey í Norræna húsinu.

Tungumál: enska. Miðaverð er 1000 kr. og fást miðar við innganginn og á Tix.is.

EMILY HENNESSEY er fádæma góður sögumaður, hugmyndarík, fróð og heillandi. Emily segir goðsögur, þjóðsögur, ævintýri og dæmisögur frá öllum heimshornum. Hún er sænsk að uppruna og með mikla ástríðu fyrir norrænni goðafræði. Emily hefur einstakan frásagnarstíl og með grípandi og skemmtilegri uppbyggingu heldur hún áhorfendum á öllum aldri spenntum fyrir framhaldinu.

Emily hefur sagt sögur í fimmtán ár og ferðast um allan heim. Nýlega kom hún fram í Delhi á sérstakri hátíð í sagnalist (e. Storytelling Festival). Hún hefur unnið í mörgum þektum leikhúsum, sem dæmi má nefna Royal Opera House, Soho leikhúsinu og Víkingaskipasafninu í Danmörku.

Sjá nánar um Emily Hennessey á heimasíðu hennar

Emily Hennessey er einnig með sýninguna LOKI þann 24. janúar kl.20:00.