Upplestur og gjörningur í Borgarbókasafninu

Thursday, 9. March 2017, 14:00 - 16:00
Menningarhús Grófinni – Borgarbókasafn, Tryggvagata 15 Reykjavík

Image may contain: 9 people, people standing, shoes, tree and outdoor

Ljóð Snorra Hjartarsonar voru uppspretta og innblástur myndlistarsýningarinnar Endurfundir sem nemendur Önnu Henriksdóttur, myndlistakennara í Hlutverkasetri, hafa sýnt undanfarnar vikur í Borgarbókasafninu. Til að fagna áhrifamætti ljóða Snorra Hjartarsonar verður leikhópurinn Húmor – geðveikt leikhús fyrir alla með upplestur og gjörning í tengslum við sýninguna 9. mars kl. 14 en sjálfri sýningunni lýkur svo 12. mars. 

Um Hlutverkasetur:
Hlutverkasetur er opin virknimiðstöð. Markmið hennar er að hjálpa fólki að komast út á almennan vinnumarkað, fara í nám eða auka lífsgæði þess. Leiðarljós Hlutverkaseturs er virk samfélagsþátttaka og að taka þátt í verkefnum sem gefa lífinu tilgang og þýðingu, jákvæðni og kímni. Boðið er upp á alls kyns námskeið sem tengjast listsköpun. Nánari upplýsingar um Hlutverkasetur er að finna á vefsíðunni www.hlutverkasetur.is