Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru veitt í annað sinn í maí 2020. Verðlaunin eru veitt fyrir óbirt handrit að barnabók. Í stað hefðbundinnar móttöku var gerð vefstikla þar sem aðstæður voru óvenjulegar vegna samkomubanns á Covid-19 tímum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin.
Myndband: Ólafur Daði Eggertsson fyrir Reykjavík bókmenntaborg UNESCO.