27 herbergi

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1991
Flokkur: 

Úr 27 herbergjum

Í þessari gullnu borg var himinninn blár og áin breið. Þú rerir bátnum og svanur fylgdi okkur eftir. Þú sagðir að augun í mér skiptu litum í sólskininu og ég leit niður og skammaðist mín. Þau sitja í lest. Hún hallar sér aftur í sætinu. Sólin skín á andlit hennar, skuggar af laufum dansa á augnlokunum þegar lestin fer í gegnum skóg. Hún hugsar um sólina og skuggana. Hann horfir á lokuð augu hennar og í huganum skrifar hann ljóð um þögn, um héra á stökki í átt að gullinni borg og fimm kynslóðir marmaraljóna sofandi inni í fjalli.