Andljóð og önnur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Andljóð og önnur er annað tveggja fullkláraðra handrita sem Geirlaugur skildi eftir tilbúið til útgáfu við andlát sitt.

Úr Andljóðum og öðrum:

2

undirheima
fann ég hvergi
né neitt annað

fór um borgir byggðir
fjallvegi merkur draumslóðir
niður að fljótinu

hvergi ferjumann að sjá
syngja sig yfir fljótið
mórautt beljandi lævíst

stríðir straumar undir
leit aldrei aftur
myndin greypt

í óra bergmál
raddar án líkama
án svars

27

mér leiðast
lækjarsprænur
grænar grundir
gamlar tóttir
fjallasýnin fagurblá

svo mætti lengi telja
lengra en lagasafnið og símaskráin

mér býður við landslagi
þreyi eftir andlagi
verður óglatt af mánaskini
söngfugli í mó heiðlóu
hagamús músarindli

einhyrningar finngálkn drekar
hvar er ímyndunarlandið