Árstíð í helvíti

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2008

Um þýðinguna

Une saison en enfer, auk fáeinna ljóða í óbundnu máli, eftir Arthur Rimbaud í íslenskri þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar.

Úr Árstíð í helvíti

Mitt bóhemlíf

Ég þvældist um með þumla í slitnum vösum,
mín þæfða peysa tákn um hugsjón mína.
Á jörðu drakk ég dregg af andans bríma
og dreymdi heimsins ást á næstu grösum.

Mín buxnaspjör var orðin æði slitin.
Ég einn í draumi rímur kvað og valdi
mér næturstað við Stóra-Björn og taldi
mitt stjörnuhaf sem barst við mildan þytinn

og söng mér blítt. Ég sat á mótum vega
um síðkvöld haustsins, fann þar fagurlega
hve dögg af rósum draup á kinn, sem vín.

Í miðju kynjaskugga einn ég orti
og undinn skóþveng sló, því lýru skorti;
þar bjuggu líka leyndarmálin mín!