Athvarf í himingeimnum

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1973
Flokkur: 

Úr Athvarfi í himingeiminum:

Ævintýri

Nú vaknar gatan aftur
eftir morgunkyrrðina
og það er kominn tími
til að skyggnast
eftir loftfarinu
Graf von Zeppelin,
sem gæti verið á sveimi
yfir höfðum barnanna.
En himinninn er hvítur;
þú finnur ekki nálægð
þess, sem var ævintýri
áður en þú fæddist.

En ævintýri er þér gefið.
Á jörðinni er mikið talað
um aðrar stjörnur.
Forseta Íslands
voru gefnir steinar frá tunglinu.
Wright bræður
sofa í Encyclopædia Britannica.
Enginn veit hvað þá dreymir.
Hvað ætli Charles Lindbergh sé orðinn gamall?
Lenti hann ekki á Viðeyjarsundi árið 1933,
eða var það Neil Armstrong?

(s. 47-48)